Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 89
andvari
VITIÐ í ÓVITINU
87
lýsingunni um flest það sem miður hefur farið á öldinni. Henni er kennt
um að vekja með mönnum tilfinningar um framandleika og óhugnað í tæt-
ingslegum heimi, henni er jafnvel borið á brýn að vinna að tortímingu ver-
aldarinnar með börnum sínum, vísindum og tækni.
Líta mætti á skáldsögur Einars Más sem innlegg í þetta andóf gegn anda
upplýsingarinnar og um leið má segja að hann hafi skrifað sig inn í hina
rómantísku hefð. Þetta kann að hljóma undarlega en þegar betur er að gáð
er vart að finna jafnmikla upphafningu á sjálfinu, ímynduninni og hinum
listræna sköpunarkrafti í verkum annarra íslenskra nútímahöfunda. Það
mætti jafnvel líta á verk hans sem uppreisn gegn hinum raunsæja frásagnar-
hætti, hinni rökrænu sögu- og heimssýn. Nútíminn er ekki röklegur og full-
ur af samræmi, samkvæmt sögusýn Einars Más, hann er nær því að vera
óskiljanlegur. Nútíminn krefst hins vegar ekki skilnings heldur miklu frem-
ur sköpunar, að maðurinn virki sköpunarmátt sinn og ímyndunarafl til
góðs.
Fyrsta skáldsaga Einars Más hét Riddarar hringstigans (1982). Sagan er
sögð frá sjónarhóli sex ára drengs, Jóhanns Péturssonar, og fjallar um ævin-
týri og prakkarastrik hans í úthverfi Reykjavíkurborgar einhverntímann á
sjöunda áratugnum. En hún fjallar kannski ekki síður um vandamálið að
vera til, að vera lítill drengur í þeim grákalda, lífvana heimi sem Einar Már
hafði einnig lýst í Ijóðum fyrstu bóka sinna.3 Þetta er andlaus heimur stein-
steypu og malbiks og þótt barnslegt ímyndunaraflið gæði hann oft brosi og
hlýju hefur hann vinninginn að lokum. Þannig vígjast drengirnir til veru-
leikans er einn þeirra, einn riddaranna, hrapar úr hringstiga miðaldakastal-
ans - sem í raun er aðeins fokhelt steinhús - og lætur lífið.
Önnur skáldsaga Einars Más, Vœngjasláttur íþakrennum (1983), er fram-
hald þeirrar fyrstu. Eins og Riddarar hringstigans fjallar hún öðrum þræði
um árekstur tveggja heima, hins lífsfrjóa og skapandi heims barnsins og
hins dauðkalda heims steinsteypunnar. Hér takast á sköpun og tortíming. I
upphafi sögu eru reistir dúfnakofar, heilt þorp af vængjuðu lífi sprettur upp
eins og aldingarðurinn Eden í miðri borginni. Skyndilega hefur úthverfið
lifnað við og drengirnir fá útrás í leik sínum að náttúrunni. En í lok sögu er
þessi dýrðarheimur rifinn til grunna, enda náttúran - í líki dúfnaskíts - far-
in að gerast of nærgöngul við malbikið og steypuna að mati húsmæðra
hverfisins. í síðasta kafla bókarinnar verður syndaflóð sem hreinsar götur
hverfisins af lífi.
I þriðju skáldsögu Einars Más, Eftirmála regndropanna (1986), er svo
dregin upp mynd af andlausum og þyrrkingslegum heimi fullorðinna í
hverfinu. I henni er sjónarhornið annað en í tveimur fyrri bókunum. Hér er
Jóhann Pétursson hvergi nærri og við kynnumst lífinu í hverfinu í gegnum
nokkrar kunnuglegar persónur úr fyrri bókunum af eldri kynslóðinni. Við