Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Síða 96

Andvari - 01.01.1995, Síða 96
94 JÓNAS HALLGRÍMSSON ANDVARI Megintilgangur ferðar Jónasar um Þingeyjarsýslu sumarið 1839 var að kanna þar brennisteinsvinnslu fyrir Danakonung. Hann samdi stuttar greinargerðir um vinnsluna og sendi utan, en síðar, eftir að hann var aftur snúinn til Danmerkur, rit- aði hann um veturinn 1843-44 á dönsku alllanga skýrslu handa stjórnvöldum um brennisteinsnáma á Islandi: „De islandske Svovlleier“. Jónas dvaldist í þann tíma í Sórey á Sjálandi á heimili vinar síns, náttúrufræðingsins Japetusar Steenstrups. Steenstrup, sem var á íslandi 1839-40 og ferðaðist um með Jónasi, samdi skýrsluna að litlum hluta. Skýrslan er nú varðveitt á Þjóðminjasafni íslands (Þjms. 12163) og var hún frumprentuð, á dönsku, í Ritum eftir Jónas Hallgrímsson, IV. bindi, Reykjavík 1934. Á ferðum sínum á íslandi skrifaði Jónas á dönsku vísindalegar dagbækur þar sem hann gerir grein fyrir rannsóknum sínum. Dagbækurnar birtust í íslenskri þýðingu minni í Ritverkum Jónasar Hallgrímssonar, II. bindi, Reykjavík 1989. Dagbókin frá 1839 er endaslepp eins og hún liggur nú fyrir, öftustu síður hennar hafa glatast. En brennisteinsskýrslan bætir þar að nokkru úr, því að í henni fjallar Jónas meðal annars um rannsóknir norðanlands þetta sumar sem vantar í dagbók- ina. Hér á eftir fara tveir kaflar eftir Jónas úr þessari brennisteinsskýrslu í íslenskri þýðingu. Kaflarnir, sem nú voru valdir til þýðingar, tengjast beint erindunum um Víti og Fremrináma. Á undan þeim köflum er greinargóð lýsing á Reykjahlíðar- námum sem Jónas vísar til í Kröfluþættinum. Það er von mín að unnendum Jónas- ar þyki fróðlegt að sjá hve ólíkum tökum hann tekur efnið eftir því hvort skáldið eða náttúrufræðingurinn heldur á penna. Þessir kaflar ásamt vísunum sýna einnig gjörla hvernig hinir ólíku þættir vísinda og skáldskapar tvinnast saman hjá Jónasi Hallgrímssyni. Til skýringar skal nefnt að eldgíginn Víti í kvæðinu kallar Jónas fullu nafni Hel- víti í brennisteinsskýrslunni. Fyrirtækið 0rum & Wulff starfrækti brennisteins- vinnslu á Húsavík og hafði brennisteinsnámana í Þingeyjarsýslu á leigu; með Úlfi karli, sem nefndur er í Fremrináma-erindinu, vísar Jónas til þess fyrirtækis. Loks skal nefnt, að Jónas stóð fyrir jarðborunum bæði í Reykjahlíðar- og Fremrinámum; þær stóðu í fjóra daga samfleytt og hafði hann sér til aðstoðar allan þann mann- skap sem hann þurfti. H.H. X
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.