Andvari - 01.01.1995, Page 99
andvari
FERÐIR AÐ KRÖFLU- OG FREMRINÁMUM
97
varasamur og jarðvegurinn svo laus í sér, að grafarinn kemst ekki án mann-
hættu á bestu brennisteinsstaðina, heldur verður þar á ofan að bera af-
raksturinn á bakinu alllangan og mjög torfæran veg upp bratta og ótrygga
veggina áður en hægt er að setja hann á burðarklárana, en ekki er unnt að
leiða þá að námastaðnum.
Heitu reitunum, sem liggja frá Kröflugjánni í norðaustur upp að saman-
hrundum hlíðum eldfjallsins gamla, svipar að öllu leyti til líflegustu nám-
anna í Hlíðarnámum og því þarf ekki að lýsa þeim nánar. Það skal þó
nefnt, að þar, eins og alls staðar þar sem hitinn er mjög mikill og jarðvegur-
inn laus í sér, vantar að mestu hið hvítgula, gifsríka undirlag, þannig að
brennisteinninn myndast beint ofan á hinum mjúka blá- eða hvítleita leir.
Það leikur varla nokkur vafi á því, að þarna var einmitt rétti staðurinn til
að reyna, að hve miklu leyti mannshöndin gæti komið náttúrunni til hjálp-
ar, bæði við að bæta hagstæð ytri skilyrði fyrir myndun brennisteinsins sem
°g við að auðvelda flutninginn og vinnu grafaranna.
Það er tæpast nokkurt efamál, að á þessum slóðum hljóta að finnast
kaldir námar; en ekki var leitað að þeim. Sumarið 1839 rakst ég á einn slík-
an þar sem síst var að vænta. Suðaustur af Kröflu, og í þeirri stefnu sem
Eggert Ólafsson staðsetur sitt „Víti“, rakst ég á lítinn, kringlóttan poll með
köldu, tæru vatni við rætur Hrafntinnuhryggjar. Einskis jarðvarma gætti
kringum þennan poll og barmarnir voru malar- og sandbornir. Við að grafa
þar að norðanverðu niður fyrir grassvörð og moldarjarðveg, rakst ég á leir-
lög þau sem benda til brennisteinsmyndunar, og ofan á þeim fannst undir
moldinni hinn fegursti brennisteinn sem fyrirfinnst við Kröflu; hreint efnið
stóð þarna í lóðréttum, mjög stökkum kristölluðum stönglum, þétt saman
eins og hálmknippi. Leifar af sundurmolnuðum sýnunum sem tekin voru
niá sjá á Háskólasafninu í Kaupmannahöfn. Það er ljóst, að þar sem varm-
inn var löngu horfinn úr jörð og yfirborðið grasi gróið, hefur engum
brennisteinsgrafara komið til hugar að leita þarna eftir því sem hann æskti.
Fremrinámar
Reið ég yfir bárubreið
brunasund, en jódunur
(kalt var hregg og átt ill)
ýtum skemmtu dálítið;
7 Andvari VS