Andvari - 01.01.1995, Side 103
SVEINN EINARSSON
Um hvað er leikritið Fjalla-Eyvindur?
Það hefur verið viðtekin skoðun að líta svo á að inntak sjónleiksins Fjalla-
Eyvindur og kona hans eftir Jóhann Sigurjónsson sé fólgið í því, að þar tefli
hann saman ástinni og hungrinu, tveimur sterkustu hvötum mannlífsins,
eins og Schiller mun forðum hafa orðað það hvað fyrstur manna. Pað gerist
þá í fjórða þætti leiksins, þar sem aðalpersónur leiksins, elskendurnir Halla
og Kári eru bjargarlaus í kofa á öræfum í glórulausri stórhríð. í yfirlitser-
indi um íslenska leikritun, sem Steingrímur J. Þorsteinsson flutti á norrænu
leiklistarþingi í Reykjavík 1956 kvað hann svo að orði: „Bjerg-Ejvind er
som bekendt en studie over sultens virkning pá stærke personligheder og
over kampen mellem to af de stærkeste drifter i mennesket, næringsbeho-
vet og kærligheden.“' Annar íslenskur bókmenntafræðingur, Stefán Einars-
son, orðar þetta svo í bókmenntasögu sinni, að „aðalatriði leiksins er
prófraun ástarinnar í deiglu hungursins uppi á íslenzkum öræfum.“2 Þessu
til grundvallar liggur sú viðtekna skoðun, að síðasti þátturinn hafi fyrst orð-
ið til og sem einþáttungur. Hinir þættirnir séu eins konar viðprjón. Sá ein-
þáttungur er til í handriti og var prentaður á frönsku í La Revue Scandina-
ve 1911.3 Þessi einþáttungur heitir Sultur eins og bók Hamsuns, sem út kom
1890, og kemur heim og saman við síðasta þátt leiksins eins og hann var
leikinn í Kaupmannahöfn á Dagmarleikhúsinu vorið 1912. Þar ber hestur
dyra líkt og í þjóðsögunni um Eyvind og Höllu, og þau fara að sjóða og eru
hólpin.
Þessi endir hefur stundum verið nefndur „hrossaketsendirinn“ í íslenskri
bókmennta- og leiklistarumræðu og felst í því nokkur yfirlýsing um, að
annar endir leiksins sem kallaður hefur verið hinn „harmræni“ sé betur við
hæfi. Víst er um það, að sá endir, þar sem Kári og Halla hverfa í lokin út í
hríðina á vit örlaga sinna, hefur oftast verið hafður í sýningum verksins,
þar á meðal við frumflutninginn hjá Leikfélagi Reykjavíkur á jólum 1911.
Ekki er fullkannað, hvar hinn endirinn, þar sem hesturinn kemur sem deus
ex machina í leikslok, hefur verið notaður í sýningum erlendis, en hugsan-
Uga í Þýskalandi. Sýningar í kjölfar Kaupmannahafnarsýningarinnar urðu í
eftirtöldum borgum á næstu 3 árum: Björgvin, Gautaborg, Árósum, Mun-
chen, Osló, Helsinki, Riga, Berlín og etv. London.4 Á íslensku var leikurinn