Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 103

Andvari - 01.01.1995, Page 103
SVEINN EINARSSON Um hvað er leikritið Fjalla-Eyvindur? Það hefur verið viðtekin skoðun að líta svo á að inntak sjónleiksins Fjalla- Eyvindur og kona hans eftir Jóhann Sigurjónsson sé fólgið í því, að þar tefli hann saman ástinni og hungrinu, tveimur sterkustu hvötum mannlífsins, eins og Schiller mun forðum hafa orðað það hvað fyrstur manna. Pað gerist þá í fjórða þætti leiksins, þar sem aðalpersónur leiksins, elskendurnir Halla og Kári eru bjargarlaus í kofa á öræfum í glórulausri stórhríð. í yfirlitser- indi um íslenska leikritun, sem Steingrímur J. Þorsteinsson flutti á norrænu leiklistarþingi í Reykjavík 1956 kvað hann svo að orði: „Bjerg-Ejvind er som bekendt en studie over sultens virkning pá stærke personligheder og over kampen mellem to af de stærkeste drifter i mennesket, næringsbeho- vet og kærligheden.“' Annar íslenskur bókmenntafræðingur, Stefán Einars- son, orðar þetta svo í bókmenntasögu sinni, að „aðalatriði leiksins er prófraun ástarinnar í deiglu hungursins uppi á íslenzkum öræfum.“2 Þessu til grundvallar liggur sú viðtekna skoðun, að síðasti þátturinn hafi fyrst orð- ið til og sem einþáttungur. Hinir þættirnir séu eins konar viðprjón. Sá ein- þáttungur er til í handriti og var prentaður á frönsku í La Revue Scandina- ve 1911.3 Þessi einþáttungur heitir Sultur eins og bók Hamsuns, sem út kom 1890, og kemur heim og saman við síðasta þátt leiksins eins og hann var leikinn í Kaupmannahöfn á Dagmarleikhúsinu vorið 1912. Þar ber hestur dyra líkt og í þjóðsögunni um Eyvind og Höllu, og þau fara að sjóða og eru hólpin. Þessi endir hefur stundum verið nefndur „hrossaketsendirinn“ í íslenskri bókmennta- og leiklistarumræðu og felst í því nokkur yfirlýsing um, að annar endir leiksins sem kallaður hefur verið hinn „harmræni“ sé betur við hæfi. Víst er um það, að sá endir, þar sem Kári og Halla hverfa í lokin út í hríðina á vit örlaga sinna, hefur oftast verið hafður í sýningum verksins, þar á meðal við frumflutninginn hjá Leikfélagi Reykjavíkur á jólum 1911. Ekki er fullkannað, hvar hinn endirinn, þar sem hesturinn kemur sem deus ex machina í leikslok, hefur verið notaður í sýningum erlendis, en hugsan- Uga í Þýskalandi. Sýningar í kjölfar Kaupmannahafnarsýningarinnar urðu í eftirtöldum borgum á næstu 3 árum: Björgvin, Gautaborg, Árósum, Mun- chen, Osló, Helsinki, Riga, Berlín og etv. London.4 Á íslensku var leikurinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.