Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 106

Andvari - 01.01.1995, Side 106
104 SVEINN EINARSSON ANDVARI eins og dóm mannanna, sekt og sakleysi og útskúfun úr samfélaginu. Slíkar hugsanir eru ekkert viðprjón, heldur sóttu allan tímann á huga skáldsins meðan hann var að móta verk sitt. Næsta „gerð“ efnisins er svo í kompu frá dvöl Jóhanns í Berlín í árslok 1909.13 Par er sem fyrr fyrst efnisyfirlit á íslensku, samtöl á dönsku og at- hugasemdir á íslensku um einstök atriði. Hér er leikurinn farinn að mótast miklu nær því sem við þekkjum hann í prentaðri gerð og ýmis atriði nær fullmótuð. Toldberg fullyrðir, að Jóhann hafi gefið Ib, vinkonu sinni síðasta þáttinn fullunninn 18. apríl 1910 og sé það hið sama og einþáttungurinn Sultur.14 Vitnar Toldberg til Nordals um framhaldið, en þar sem frásögn hans kemur ekki heim og saman við orð Nordals er betra að vitna hér beint til þeirra: „Haustið 1910 kom eg til Hafnar eftir vetrardvöl í Reykja- vík. Eg hitti Jóhann undir eins fyrsta daginn, og sátum við lengi saman uppi á Himnaríki. Hann var þá að skrifa fyrsta þáttinn í Fjalla-Eyvindi, bókinni, sem hann hafði unnið að 2-3 síðustu árin. Hann sagði mér frá baðstofulýs- ingunni, sagðist vera viss um, að fyrir þann eina þátt yrði hann heimsfræg- ur. Þessi vetur var honum erfiður, en þá lauk hann við Fjalla-Eyvind, taldi sér sigurinn vísan, eins og líka reyndist rétt. . .Undir jól var hann kominn svo langt áleiðis, að hann gat sýnt Jóhannesi Nielsen leikhússtjóra síðasta þáttinn, og fengið forskot upp á hann til þess að ljúka leikritinu, 50 krónur á mánuði fjóra næstu mánuði.“15 Samkvæmt ummælum Nordals virðist síðasti þátturinn hafa orðið hvað fyrst til og Jóhann nýtt hann til að kynna verkið, jafnvel í formi einþátt- ungs, kannski í og með vegna þess, að þar er hvað mest um dramatísk átök og hann því hvað áhrifamestur útfrá því sjónarmiði. En að sá þáttur hafi fyrst verið saminn og Jóhann síðan prjónað hina þættina framan við, eins og Toldberg virðist halda, er öldungis fráleitt.16 Ýmis þemu úr fyrri þáttun- um leita á huga skáldsins eins og við höfum séð hér að framan og þættirnir eru mikið til allir í smíðum samtímis veturinn 1910, um haustið er hann að skrifa fyrsta þátt og síðasti þáttur er ekki fullgerður fyrr en um jól, hinir trúlega síðar. Hvaða máli skiptir þessi tilurðarsaga okkur til skilnings á innntaki verks- ins? Formbygging leikrita Jóhanns Sigurjónssonar er ekki nýskapandi. Á það við um alla leiki hans, þeim er skipt í 3-5 þætti með hefðbundinni byggingu að hætti piece bien faite, hins vel byggða sjónleiks, líkt og flestra annarra skálda Evrópu fyrir og eftir aldamót, jafnt þeirra sem fylgdu raun- sæi og hinna sem reyndu að finna táknlegri skáldskapartjáningu á leik- sviðinu. Strindberg var nánast einn um að róa á ný mið og ruddi þar braut fyrir expressionismann eftir stríð og síðar fáránleikastefnuna. Að vísu voru táknsæismenn snoknari fyrir formtilraunir en nýrómantísku skáldin, en það var einnig hið eina, sem skildi þá að. Hjá nýrómantísku skáldunum birtust,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.