Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 108

Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 108
106 SVEINN EINARSSON ANDVARI í þriðja þætti er enn lagt til atlögu við ástina. Þau hafa dvalist á fjöllum um skeið Halla, Kári, Tóta litla dóttir þeirra þriggja ára og Arnes útilegu- þjófur. Arnes játar Höllu ást sína, en Halla elskar Kára og engan mann annan. Þá bregst Arnes reiður við og brigslar henni um að hafa átt barn fyrr, barn sem hún hafi komið fyrir. Hér kemur hann við kvikuna í Höllu. Hún hafði óttast, að Guð mundi refsa henni með því að fyrirmuna henni að eignast annað barn síðar. Hvörfin í þessum þætti eru þegar byggðamenn með Björn hreppstjóra í broddi fylkingar koma að þeim óvörum. Halla á þess kost að gefa sig fram við byggðamenn, hljóta einhvern dóm, en gefa barninu líf. En Höllu velkist ekki hugur: „Hvolpinum skulu þeir ekki ná,“ hvæsir hún dýrslegri röddu, kastar barninu í fossinn og hleypur enn inn á öræfin með Kára. Hér er það hvorki meira né minna en móðurástin, sem Höllu er gert að fórna. I fjórða þætti spyr skáldið svo, hvort til sé enn annað afl, sterkara en sið- gæðisvitundin í brjósti manns, samfélagið með auð og völd og lög og aðrar mannasetningar og sjálf móðurástin. Svarið er svosem ekki einhlítt. Ef hesturinn ber dyra og þau bjargast af í hríðinni, er vandséð hvernig þau eiga að lifa saman, eftir að þau hafa satt bráðasta hungrið. Eftir það sem á undan er gengið, gerir Guð varla nema það kraftaverk að gefa þeim að borða, en í jöklinum hljóða þó dauðadjúpar sprungur. Ef hins vegar er fylgt þeim endi, sem leikinn var á fyrstu sýningunni í Iðnó og í fyrstu prentun leiksins, hleypur Halla út í hríðina. Sá endir er fullkomlega rökréttur út frá því, sem hér hefur verið rakið. Hann er rökréttur, af því að örvæntingin grípur ekki Höllu af því að Kári sé hættur að elska hana, heldur af því að Halla er hætt að elska Kára.19 Skáldið svarar því í rauninni ekki til hlítar, hvort sulturinn einn á sök á því. En hér eins og fyrr eru þó hvörfin nátengd grunnhugsun verksins. Draumurinn um ástina er brostinn. Hann er rjúk- andi rúst. Þessi heiti og djúpi lífvaki Höllu finnur sér hinstu hvílu í frost- kaldri hríðinni. Þannig verða allir þættir leiksins svipað vígir og mynda hugsunarlega samfellu. í hverjum þætti eru eigin hvörf, þar sem skerast þeir þættir sem togast á í þættinum og í lokin meginhvörf, sem í senn eru hvörf þess þáttar og heildarframvindu verksins. Leikritinu mætti líkja við sinfóníu, þar sem hver þáttur hefur sín formerki um hraða og tóntegund, en stefin öll sprott- in af einu meginþema. I upphafi skal endinn skoða, segir í gömlu máltæki. Þá má þó ekki láta undir höfuð leggjast að hyggja vel að því, sem á undan kemur, að verkinu í heild, að beinagrindinni, eins og Jóhann orðaði það í bréfi til bróður. Þar segir hann orðrétt: „Síðan ég gjörði þetta [þ. e. að lesa upp Bóndann á Hrauni á Akureyri], hefur mér orðið heldur lítið úr verki, þó hefi ég smíðað í huga mínum fyrsta þáttinn í nýju leikriti, sem ég hefi á prjónunum. Ég var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.