Andvari - 01.01.1995, Síða 116
114
JÓHANN SIGURJÓNSSON
ANDVARI
Noregs hef jeg ekki sent hann enn. Jeg þarf að biðja þig stórrar bónar,
Tryggvi bankastjóri Gunnarsson skrifaði pabba um gamla skuld sem jeg
skulda frá 1905, 100 kr. Jeg hef enga peninga að senda í svip, en skrifaði
bankastjóranum hvort hann ekki vildi taka þessa upphæð um nýjársleitið af
því fje sem jeg fæ frá þjer og bætti jeg við að þegar hann ætti hlut í máli
gæti leikhúsið ef vill borgað eitthvað straks. Nú bið jeg þig að líta við tæki-
færi inn til bankastjórans og tala við hann um málið; mjer þótti leitt að jeg
ekki hafði peningana, því hann hefur sýnt mjer stórt umburðarlyndi, en
enginn má meira en efnin leifa. - Jeg vona að þú gjörir mjer þennan greiða
þykkjulaust, jeg veit ekki hvort hann gefur mjer renturnar eða hvað háar
þær eru, en okurrentur veit jeg að það verða ekki.
Því ver get jeg ekki sent þjer Lopt á íslensku straks, en ekki skal það
dragast mjög lengi, jeg gat ekki unnið að því fyrri en jeg fjekk vissu (?) að
heiman, en fögur er blessuð íslenskan, allra tungna fegurst.
Kær kveðja
þinn einl. Jóhann Sigurjónsson.
Þakka þjer fyrir myndina.
[Sýning L.R. á Galdra-Lopti kom á annan í jólum 1914 og varð frumflutningur, en í
Kaupmannahöfn kom leikurinn upp á útmánuðum 1915 á Dagmarleikhúsinu og ekki
Konunglega leikhúsinu eins og upphaflega til stóð; sú sýning olli nokkrum vonbrigð-
um. En sýningin í Reykjavík hefur löngum þótt einn af hátindum í hinu unga land-
námi leiklistar á íslandi. Sýningin á Dramaten dróst fram til leikársins 1916-17 og lék
þá Harriet Bosse Steinunni við góðan orðstír, en hún hafði áður leikið Höllu á móti
Anders de Wahl (1912-13). En áður hafði Victor Sjöström farið með Loft víða um
Svíþjóð og haft sigur.]
Charlottenlund, Johannevej 3 1. 11. 1914
Kæri vin.
Astarþökk fyrir brjefið og fyrir hvað fljótt og vel þú snjerist í Tryggva-
málið. Jeg bið Stefaníu fyrir 2 fyrstu þættina af íslenska Lopti og sendi þjer
seinasta þáttinn með næstu ferð, 10. fer skip hjeðan að mig minnir.
Jeg vildi mjög gjarnan að Stefanía ljeki Steinunni. Jeg er að fara til skips
með handritið og hef engan tíma, en bið Stefaníu að vera brjef.
Þinn einlægur
Jóhann Sigurjónsson.
[Samkvæmt þessu hafa æfingar á Lofti ekki getað byrjað fyrr en um miðjan nóvember
eða síðari hluta mánaðarins og hefur æfingatíminn þá getað verið 5-6 vikur. Æft var