Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 119
andvari
BRÉF
117
kominn á fimmtugsaldur. Síðar þegar Galdra-Loftur var leikinn, leikárið 1916-17, fór
Arni með hlutverk ráðsmannsins, föður Lofts, og varð það hans síðasta hlutverk. Jó-
hann efndi hins vegar loforðið við Árna, í hlutverk Marðar í Lygaranum hefði Árni
verið sjálfkjörinn. En þá var Árni allur er leikurinn var fullsaminn, og á íslenskt leik-
svið komst Lygarinn ekki fyrr en mörgum áratugum síðar. Þegar Jóhann nefnir sigur-
farir íslenskra ritthöfunda í Danmörku á þessum árum á hann einnig við Höddu
Pöddu Guðmundar Kambans, sem leikin hafði verið á Kgl leikhúsinu í nóvember
1914 og farnast vel og fyrstu skáldsögur Gunnars Gunnarssonar, Sögu Borgarættar-
innar, sem kom út 1912-14, og vakti mikla athygli. - Þó að Jóhann beri blak af dönsku
leikurunum, var þó margra mat, að þá hafi skort leiklega stærð til að gera kröfuhörð-
um aðalhlutverkunum í Lofti fyllstu skil. Sýningin í Málmey, sem Jóhann nefnir var
með leikflokki Victors Sjöströms. Leikhúsið í Berlín, sem Jóhann lýsir, er Freie
Volksbuhne við Bulowplatz, ein elsta bygging í funkisstfl og stendur enn. Það var al-
þýðuleikhús, rekið af verkalýðsfélögunum.]
Charlottenlund Johannevej 3 22. 2. 1915
Góði vinur.
Viltu senda mjer handritið af Lopti. Dr. V. Guðmundsson vill gefa hann
út hjer upp á sæmileg kjör, skal jeg straks senda þjer prentað eintak í stað-
inn fyrir handritið, sem leikhúsið getur geimt, ef það einhverntíma í fram-
tíðinni skyldi leika Lopt aptur.
Ekki spann jeg silki á Dagmar-leikhúsinu, myndi þjer ógna hvað upp-
hæðin sem kom í minn garð var lítil, ef þú vissir.
í Málmey var Lopti tekið með fögnuði en leikhússtjóri hefur víst verið
hálfhræddur og rjeði ekki yfir leikhúsinu nema þrjú kvöld, í Götaborg náði
hann heldur ekki í leikhús, svo jeg verð að nægjast með frægðina eina að
sinni. Skrifaðu mjer hvað opt Loptur hefur verið leikinn heima og mundu
>nig um að senda handritið. Gaman væri að fá myndir.
Heilsaðu Stefaníu og Jens kærlega og vertu sjálfur í friði og góðu gengi.
Þinn einlægur
Jóhann Sigurjónsson.
[Dr.V. Guðmundsson, sem Jóhann nefnir, er Valtýr Guðmundssson stjórnmálamaður
og háskólakennari í Kaupmannahöfn. íslenska gerð Lofts kom hins vegar út á forlagi
Þorsteins Gíslasonar skálds. Galdra-Loftur var sýndur í Gautaborg árið eftir og þá af
leikflokki Allans Rydbergs; fóru sýningar fram á Cirkusteatern og urðu alls fjórar, en
leikstjóri og aðalleikari var sem fyrr Sjöström.]