Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 120

Andvari - 01.01.1995, Page 120
118 JÓHANN SIGURJÓNSSON ANDVARI B. Bréf til Stefaníu Guðmundsdóttur. Charlottenlund Johannevej 18.7. (?) 1915 Kæra frú Stefanía. Ef myndirnar af þjer segja satt, sem þær eru neyddar til að gjöra, þá hef- ur þú leikið Steinunni forkunnarvel, þær eru hreinasta gersemi og sendi jeg þjer hjartans þökk fyrir hvorttveggja, leikinn og myndirnar. Jeg veit ekki hver mjer þykir ágætust, þó er ef til vill myndin þegar Loptur er nýfarinn út sú átakanlegasta. Jeg er eins og vant er seinn í snúningunum ekki síst til brjefaskripta og er það ástæðan fyrir því að þú hefur ekki fengið þakklæti fyrir löngu, en jeg veit að þú fyrirgefur. Jeg skrifa til Waage og bið hann um myndina þar sem hann sver í öðrum þætti, jeg fjekk hana, þó ekki frá hon- um beinlínis, í litlu formi, en lánaði hana sænskum blaðamanni til þess að setja hana í sænskt myndablað, en hef ekkert heyrt frá honum síðan. Fái jeg nýja mynd frá Waage, reyni jeg að fá tvær myndir af þjer og svo hana tekna í Teatret, heppnist þetta skal jeg senda þjer eitt eða tvö eintök. Leitt þykir mjer að Árni er farinn. Hann var ágætur leikhússtjóri í allan máta og veit jeg ekki hver á að fylla það skarð. Leikhúsið var bænum yndi og öllu landinu til sóma og væri aumt ef það starf leggðist niður eða lamaðist. Fyrir þá íslendinga, sem fást við að skrifa leikrit var það hjartfólgnasta leiksviðið af öllum. Jeg er nú að berjast við nýtt efni, sem er tekið úr Njálssögu; ekki skalt þú minnast á þetta nema þú heyrir það utan að þjer, sem vel má vera. Ib biður kærlega að heilsa þjer, hún er í óða önn að klippa rósir til þess þær eyðileggist ekki í rigningunni sem í þessari svipan er að dynja yfir. Kær kveðja frá „Eyvindarkofa“ og þínum einlæga vin Jóhanni Sigurjónssyni. [Orðalagið: að Árni er farinn lýtur að því, að í lok leikárs lét Árni Eiríksson af for- mennsku í Leikfélagi Reykjavíkur og hafði þá gegnt því starfi, sem réttilega jafngilti leikhússtjórastarfi, í átta ár samtals, frá 1904, en 1910-13 var Jens Waage formaður.j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.