Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 124

Andvari - 01.01.1995, Side 124
122 JÓN ÞORLÁKSSON ANDVARI reyna þetta ef ég fengi stað sem ég gæti fellt mig við. En sá staður var vandfundinn því það var hvort tveggja að mér var ekki sama hvert ég fór og svo voru litlar líkur til þess að nokkur kærði sig um að taka mig sem matvinnung þar sem ég var lítill eftir aldri og væskilslegur, óþroskaður and- lega og líkamlega og fjarri því að vera líklegur til stórræða. Fólk, sem ekki hafði séð mig fyrr, horfði á mig rannsakandi augnaráði og kvað svo upp úr með þann úrskurð að ég mundi verða konungsgersemi fyr- ir smáan vöxt. Mér var meinilla við þessa dóma, og þeir urðu síður en svo til þess að vekja hjá mér sjálfstraust. Ég reyndi að forðast það að verða nokkur sýningargripur, en það varð ekki alltaf umflúið. Seint á þessum vetri tókst að útvega mér stað sem öllum er til þekktu bar saman um að væri góður. Ég var því ráðinn sem vikadrengur að Upp- sölum til Guðmundar Jónatanssonar og Önnu Mikaelsdóttur sem þar bjuggu þá, roskin hjón. Uppsalir eru nokkru framar í hreppnum en Jódísar- staðir. Ákveðið var að ég flyttist fram eftir að vorinu um hjúadag. Ég lét mér þetta vel líka eftir ástæðum. Þegar leið að vori þóttist ég reyndar finna það að allóþægilegur þrösk- uldur yrði á vegi mínum sem ég gat þó ekki komist hjá að stíga yfir áður en ég færi, en það var að kveðja mömmu. Stundum þegar ég var að brjóta heilann um þetta fannst mér að skást mundi vera að snauta burtu án þess að kveðja nokkurn en ég sá nú samt að slíkt gat bara alls ekki komið til mála. Yfir þessa torfæru varð ég að stíga, hvað erfitt sem það reyndist. Og svo var það bót í máli að enn þá var ekki að þessu komið. Best að hugsa ekkert um það. Tíminn leið, og að því kom þrátt fyrir allt að þessi ákveðni burtfarardagur minn rann upp bjartur og fagur, og hafði það sína miklu þýðingu út af fyrir sig. Þennan dag átti að vera einhver hreppsfundur að Öngulsstöðum sem er næsti bær við Jódísarstaði og stutt á milli. Það hafði verið svo um talað að ég kæmi þangað og ætlaði Guðmundur á Uppsölum að verða þar staddur með hest handa mér og taka mig með sér heim. Mamma mín fylgdi mér að Öngulsstöðum, og bárum við farangur minn allan og veittist það létt. Við hittum Guðmund, og var hann því sem næst ferðbúinn. Aldrei hafði ég séð hann fyrr. Og þá kom nú að því sem erfiðast var og ég hafði lengst kviðið fyrir, en það var að kveðja mömmu. Mér hefir víst fundist að það ætti ekki við fyrir mann sem ætlaði að fara að vinna fyrir sér sjálfur að bera sig neitt aumlega. Ég var staðráðinn í því að láta engan bilbug á mér finna, og það tókst. Við Guðmundur héldum nú af stað. Hann var viðmótsgóður, og geðjað- ist mér strax vel að honum. Við komum að Uppsölum síðari hluta dags.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.