Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 125

Andvari - 01.01.1995, Page 125
ANDVARI STÓRA SYSTIR 123 Heimilisfólkið tók mér alúðlega, og geðjaðist mér vel að því öllu. Ekkert af því hafði ég áður séð. Við Guðmundur gengum til baðstofu; þar var okkur borinn matur. Að lokinni máltíð gekk ég aftur út á hlað. Það var glaða- sólskin, logn og blíðviðri. Eg fór nú fyrir alvöru að litast um á þessu nýja heimili mínu. Allt var mér ókunnugt úti og inni. Ekkert af því sem fyrir augun bar hafði ég áður séð nema himininn og fjöllin, en nú sá ég þau frá öðrum stað, og litu þau því nokkuð öðruvísi út. Mér hafði ekki verið sagt fyrir um neitt starf svo ég ranglaði ýmist út eða inn, og var eitthvert óvenjulegt eirðarleysi í mér. Á þessu róli mínu rakst ég stundum á fólkið þar sem það var við einhver hreingerningastörf innanbæjar. Það talaði glaðlega til mín þegar fundum okkar bar saman; að öðru leyti var ég látinn afskiptalaus. Einhvern tíma á þessu rangli mínu læddist það nú reyndar fram í huga minn að ég væri kominn burt frá mömmu. En þetta var einmitt það sem ég vildi ekki hugsa um. Alls ekki. Það var ákveðið. Og það átti að vera algjör- lega hulið fyrir öllum að þessu líkt kæmi nokkurn tíma í huga minn. Allt heimilisfólkið var fullorðið nema fósturdóttir hjónanna, Guðrún að nafni - kölluð Gunna, og mun ég hafa það nafn hennar í þessari frásögu -. Hún var um það bil tveimur eða þremur árum eldri en ég, ef ég man rétt, en mikið stærri og þroskaðri, andlega og líkamlega. Ekki veitti ég henni neina sérstaka eftirtekt þar sem hún var að starfi með hinu heimilisfólkinu. Hefir sennilega ekki fundist hún neitt frábrugðin öðrum stelpum á þessum aldri. Mig óraði alls ekki fyrir því að þessi unglingur gæti búið yfir þeim töframætti að geta á svipstundu gjörbreytt sálarástandi mínu, eins og það var. Þessa var þó ekki langt að bíða. Þegar leið að kvöldinu var okkur Gunnu sagt að ganga til kinda. Ekki man ég nú hvað helst við áttum að gjöra, hitt man ég eins og það væri nýaf- staðið að þegar við vorum komin fá skref frá bænum lagði hún arminn mjúklega um hálsinn á mér og talaði til mín hlýlegum orðum. Ég get ekki lýst því til hlítar hver áhrif þetta alóvænta tiltæki hennar hafði á mig. Það var svo óteljandi margt sem þeyttist um huga minn og varð að hringiðu sem ég botnaði ekkert í. Það var aðeins eitt sem ég gat gjört mér fyllilega ljóst. Og það var þetta, að einstæðingsskapur minn var gjörsamlega horfinn og í hans stað fann ég til einhvers öryggis sem mér var áður alveg óþekkt. Þetta öryggi fannst mér stafa frá Gunnu þar sem ég gekk fast við hlið hennar og armur hennar, mjúkur og hlýr, sem hvíldi létt og notalega um háls mér, fannst mér vera einhver verndarvættur. Ég var eins og í leiðslu. Fortíðin var alveg hulin gleymskuhjúp. Fram undan og umhverfis mig var sólskin og fegurð. Og nú var Gunna ekki lengur bara eins og aðrar stelpur. Miklu fremur dís. Ekki sagði ég nokkurt þakkarorð við hana. Gat það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.