Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 126

Andvari - 01.01.1995, Side 126
124 JÓN ÞORLÁKSSON ANDVARI ekki. En ég var henni ynnilega þakklátur og það er ég enn. Þannig endaði þessi viðburðaríki dagur með sól og sigri á erfiðleikum hans. En sigurinn var Gunnu að þakka. Aldrei minntumst við Gunna á þennan atburð með einu orði. Og aldrei fékk hún að vita hvað algjörlega ómetanlega mikils virði þessi góða og hlý- lega framkoma hennar var mér einmitt á þessari stundu. En ástæðan til þess var eingöngu sú að ég leyfði engum aðgang að innstu fylgsnum tilfinn- inga minna. Ekki einu sinni Gunnu. Það sem Gunna vann sjálfri sér til handa með þessari framkomu var traust mitt, virðing og undirgefni. Mér er óhætt að fullyrða að hún fékk jafnmikið og samskonar vald yfir mér eins og stóra systir yfir litla bróður. Þetta kom skýrt og ótvírætt í ljós á öllum samverustundum okkar þar sem við vorum tvö ein að starfi eða í leik án íhlutunar annarra. Þá réð hún öllu og stjórnaði ein. Þetta var líka eins og ég vildi hafa það. Ef hún réð þá varð allt eins og það átti að vera. En þegar ég var einn að starfi og Gunna hvergi nærri urðu mér oft á skyssur og glappaskot. Þetta fann ég og varð því feginn að hún tæki vandann á sig enda var hún í mínum augum miklu meiri og fullkomnari en ég. Það gladdi mig alltaf verulega þegar ég vissi að Gunna átti að ganga til verks með mér, og bar margt til þess. Fyrst og fremst þessi öryggiskennd sem ég hefi áður getið um, og hún var líka svo skemmtileg og góð, og fal- leg. Hún vissi líka allt, kunni ráð við öllu og gat allt. Þannig fannst mér þetta vera. - Og ég vissi nokkuð hvað ég söng í þá daga. - Hún var alltaf stóra systir en ég litli bróðir. Hvort hún sjálf hefir gjört sér þetta fyllilega ljóst veit ég ekki, en þetta var staðreynd. Þetta hygg ég að litlum eða eng- um breytingum hafi tekið allan þann tíma sem við vorum á sama heimili. En það voru þrjú ár. Þó ekki samfleytt. Ekki man ég eftir því að ég reiddist við Gunnu, en það kom fyrir að mér sárnaði við hana snöggvast. Hún hafði það til að beita mig smá-brögðum og brellum, hló svo að vitleysu minni og sagði fólkinu frá því hvað sér hefði reynst auðvelt að leika á mig. Að hún skyldi gjöra þetta fannst mér svíð- andi sárt. Að hún skyldi smána mig svona og niðurlægja, það var í einu orði sagt drepandi. Ef þetta hefði verið strákur sem í hlut átti, eða þá bara einhver stelpa, hefði ég fokreiðst og óðara hugsað til hefnda. En af því það var Gunna þá kom mér bara ekki hefnd í hug. Ég vissi líka vel, að þetta var ekki gjört í þeim tilgangi að særa mig, heldur eingöngu af óviðráðanlegum galsa og gáska. Þetta öldurót lægði því fljótt í huga mínum og þegar lá- deyðan kom fann ég það að ég var alveg sáttur við Gunnu. Ef til vill þykir það ekki trúlegt að stundaráhrif, sem barn eða unglingur verður fyrir, geti varað um tugi ára. Svo mun þó vera að mínu áliti, því svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.