Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 132

Andvari - 01.01.1995, Page 132
130 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI Kristi með milligöngu helgra manna.23 Pótt ástæðulaust sé að efa að rétt sé farið með þá messudaga sem getið er í sögunni var þá talið að dýrlingar væru nálægir á messudögum sínum og um það bil24 og þannig tengist Páll helgum mönnum, einkum þeim sem eiga messudag er hann er vígður og deyr. Prestsvígsla og byskupsvígsla Páls eru tengdar við Mattíasmessu, páskadag, Jóns dag byskups og messu Filippusar og Jakobs (412-3). Dauði Páls tengist Símonarmessu, allra heilagra messu, Marteinsmessu og Andr- ésarmessu (432-3). Enginn þessara dýrlinga hefur augljós tengsl við Pál en athygli vekur að margir þeirra eru postular. Þannig eru þeir félagar, Matt- ías sem er tengdur prestvígslu Páls og Andrés sem tengist dauða hans. Einnig tengist byskupsvígslan messudegi sem tveir postular eiga saman, Filippus og Jakob. Að auki er Andrés bróðir Péturs og Jakob er Alfeusson, oft ruglað saman við bróður Jóhannesar og bróður Krists með sama nafni.25 Það er freistandi að álykta að nærvera þessara bræðra, andlegra og líkam- legra, á merkisdögum í lífi Páls sé ekki einber tilviljun í ljósi þeirra hug- mynda um bræðralag heilagra sem eru greinilegar í sögunni. Það er vart tilviljun að seinasta messa Páls skuli vera á allra heilagra messu. Það tengir Pál við þá sem fyrir eru á himnum og gefið er í skyn að hann muni senn bætast við þann hóp. Hinsta smurning Páls tengir hann heilögum Marteini sem oft er nefndur faðir vestrænna játara26 enda er Páll heilagur kirkjuhöfðingi og þannig eftirmaður Marteins. Dauðinn er merk- asti viðburður í lífi heilags byskups þar sem hann er endurfæðing til and- legs lífs. Þess vegna hafa tengsl Páls við Andrés postula eflaust þótt einna merkust á sínum tíma. Andrés var bróðir Péturs og einn af fyrstu læri- sveinum Krists, síðar krossfestur og er Andrésarkrossinn (X) tákn Skot- lands þar sem hann var mjög dýrkaður. Andrés var sagður mildastur heil- agra manna.27 Eins og síðar er getið er mildin og ástríkið aðall Páls bysk- ups. Hann er því bróðir páfans í Róm í andlegum skilningi. Páfinn er eftirmaður Péturs en Páll Andrésar. Að auki er Páll nafni postulans sem ásamt Pétri er faðir kristni. Þannig tengjast byskupinn í Róm og byskupinn í Skálholti í eftirlíkingu Krists. Veraldleg fjölskylda Páls er áberandi í sögunni, meira en tíðkast í helgi- sögum þar sem oft er lögð áhersla á afneitun veraldlegra fjölskyldu- tengsla.2x Tryggð hans við hana leiðir til togstreitu þegar andlegur bróðir Páls sendir honum bréf þar sem honum er sagt að styðja annan andlegan bróður, Guðmund Arason, í deilum hins síðarnefnda við Kolbein Tumason „en Kolbeins mál studdu margir ástvinir Páls byskups og frændur og tengdamenn, þeir er hann vildi í öllu ástúð sýna“. Sagan hunsar þessa tog- streitu að mestu, sakar Guðmund um óbilgirni, gefur í skyn í hefðbundnum íslenskum dylgjustíl að Guðmundur bregðist byskupsskyldum sínum („af- vinnur þótti varla með allmikilli stillingu“) en dregur fram stillingu Páls og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.