Andvari - 01.01.1995, Page 134
132
ÁRMANN JAKOBSSON
ANDVARI
sögu (vita) heilags manns.33 Þegar sagt er frá fæðingu hans kemur fram að
foreldrar hans eru göfugir (409). Flestir helgir menn á miðöldum voru af
göfugum ættum.34 Æska Páls er óvenjuleg. Hann kvongast ungur og við
nám á Englandi nemur hann „svo mikið nám að trautt voru dæmi til að
neinn maður hafði jafnmikið nám numið né þvílíkt á jafnlangri stundu.“ I
æskulýsingu er honum lýst sem fögrum manni (409). Það er dæmigert
helgisagnaeinkenni. Flestir dýrlingar eru fagrir í æsku enda talið að innræti
manna speglaðist í útliti þeirra.35 Enn tíðara er þó að dýrlingar séu óvenju-
leg börn, hafnir yfir hið almenna og oft er dýrlingur nefndur roskinn dreng-
ur (puer senex). Slíkir drenpir eru alvörugefnari en önnur börn og oft iðnir
við lærdóm eins og Páll.36 í því líkjast hinir heilögu Kristi sem strauk frá
foreldrum sínum tólf ára til að nema af lærimeisturunum í musterinu í Jer-
úsalem.37 En Páll er einnig að líkja eftir nafna sínum. í kirkjulegu mynd-
máli er Pétur postuli oft sýndur með lykil og táknar kirkjulegt vald en Páll
postuli með pappírsrollu, tákn kirkjulegs lærdóms.38
í helgri ævisögu verða oft hvörf eða vendipunktur þegar dýrlingurinn af-
neitar veröldinni og gengur Guði á hönd. A þeim tíma var talið að pers-
ónuleiki manna væri stöðugur og breyttist ekki nema við skyndilegt áfall.39
Hjá Páli verða hvörf við byskupskjörið og guðleg forsjón með í spilinu,
heilagur andi leiðir Pál á rétta braut (411). Síðan er líf hans dæmigert líf
kirkjuhöfðingja, hin virka þjónusta við Krist (vita activa) með öllu sem því
fylgir: Sambandi manns og staðar er lýst, venjur hans tíundaðar til eftir-
breytni og hann verður fyrir mótlæti. Dauðastundin einkennist af forspá og
vitrunum (432-4). Ólíkt því sem tíðkast í sögum af árnaðarmönnum lýkur
sögunni er Páll deyr. Greftrun hans skiptir síður máli enda er nálægð Páls
við söfnuð sinn öðruvísi en árnaðarmanna á borð við Þorlák, Jón og Guð-
mund. í Páls sögu er mikil rækt lögð við tímatal en einnig við hið almenna í
fari Páls enda breytist hann ekki þó að tíminn liði. í helgri ævisögu er
meira kapp lagt á að ræða og túlka persónuleika byskupsins (ethos) en
sýna lífshlaup hans í tímaröð (praxeis).40 En eins og áður kom fram tengir
tímatalið Pál við aðra heilaga menn og Krist. Það hefur þannig víðara hlut-
verk en að vera mælieining.
Biblíuvísanir binda söguna fastar við hefð, minna á hið almenna fremur
en það sem er sérstakt (sui generis).41 Tilvitnanir í ritningargreinar eru að
auki stuðningur við umfjöllun. Þannig vísar Páls saga tvisvar í Guð sjálfan
máli sínu til stuðnings, um mikilvægi vitna og að Guð gefi huggun með
hverjum harmi.42 Ritklif hafa sama hlutverk, auka gildi hins einstaka með
því að tengja það hefð. Höfundur Páls sögu vísar til hefðar með ritklifinu
pauca ex multis og undirstrikar að sagan sé ófullkomið samsafn orða sem
dugi ekki til að sýna dýrð Páls: