Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 139

Andvari - 01.01.1995, Page 139
ANDVARI ÁSTVINUR GUÐS 137 usi sem taldi aldra mannsins (aetates hominis) samsvara heimsöldrunum sex (aetates mundi).76 Líkingar undirstrika samsvörunina. Auður Páls vex eins og sær gengi á land (410),77 byskupsdómur Páls er eins og skip (434)7S og ráð hans skín (423), eins og sólin. Náttúran birtir helgi Páls byskups þegar í lífi. Hann verður eins konar milligöngumaður á jörðu milli Guðs og manna: „þá er mönnum þrengdi óáran og bilaði mönnum sáð og sæfang og vel flestur vetrar viðbúnaður og raskaðist af því forlag fénaðar fyrst en síðan manna, þá tók hann það ráð með ásjá Þorvalds Gissurarsonar og annarra vitra manna í sinni sveit að heita á Guð og helga menn til árbótar að syngja þrjár paternoster hvern dag til dýrðar Guði í minning hins sæla Þorláks byskups . . . og kom aldrei síðan hallæri meðan hann lifði.“(422-3) Þótt Þorlákur sé hér árnaðarmaður þá leynir sér ekki að Páll er mikilvægur tengiliður. Góðærið helst meðan hann lifir. Fyrirburðir sýna einnig tign Páls í lifanda lífi. Þorvald Gissurar- son dreymir „að Jón Loftsson, faðir Páls byskups, fæli Petro postula á hendur þá hjörð er hann hafði gætt. En Jesus Christus fól sína hjörð á hendur Guði föður sínum, áður hann væri píndur. En Guðs miskunn fól nú þessa sína hjörð á hendur Petro postula, áður vor faðir og gætandi var frá oss kallaður.“ (434) Páll er eftirlíkjari Krists, sonarins, Jón Loftsson, faðir hans, er tákn fyrir föðurinn en Pétur postuli tengir Pál og Krist. Auk þess er hirðirinn algengt tákn fyrir Krist og Guð.79 En það er fyrst í dauða Páls að öll tvímæli eru tekin af um hver staða hans sé. Áður verða landskjálfti, þerraleysi og lát höfðingja, Klængs Þor- valdssonar, sem er fylgdarmaður Páls í dauðanum (432). í andláti Páls verða stórtákn: En viku fyrir andlát Páls byskups sýndist tungl svo sem róðra væri og gaf ekki ljós af sér um miðnætti í heiðviðri og bauð þá þegar mikla ógn góðum mönnum . . . En hér má sjá hversu margur stór kvíðbogi hefur farið fyrir fráfall þessa hins dýrðlega höfð- ingja, Páls byskups. Jörðin skalf öll og pipraði af ótta, himinn og skýin grétu svo að mikill hlutur spilltist jarðarávaxtarins. En himintunglin sýndu dauðateikn ber á sér þá er nálega var komið að hinum efstum lífsstundum Páls byskups en sjórinn brann þá og fyrir landinu, þar sem hans byskupsdómur stóð yfir. Sýndu nálega allar höf- uðskepnur nokkur hryggðarmörk á sér frá hans fráfalli. (433-4) Dauðateikn náttúrunnar vísa til dauða Páls. Menn sáu þá sem nú samsvör- un milli mannsævi og dags og niðdimm nótt táknar dauða.811 Blóðlitur tunglsins vísar og til Opinberunarbókar Jóhannesar: „Mikill landskjálfti varð og sólin varð svört sem hærusekkur og allt tunglið varð sem blóð.“81 Atburðirnir sýna hryggð Guðs yfir dauða ástvinar síns og táknin sem urðu eftir dauða Krists eru augljósar fyrirmyndir. Þeir binda því Pál við Krist. Þá varð myrkur um allt land82 og landskjálfti svo að jörð skalf og björgin klofnuðu.83 Þessi tákn eru tíð í biblíunni, til að mynda segir frá svipuðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.