Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 154
152
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
ast á þingstaðnum forna. Ekki yrði einu sinni hægt að segja eins og skáldið:
„Nú er hún Snorrabúð stekkur“, því að „búðin sú yrði þá orðin sem grjót-
flekkur einn.“ Og Guðmundur heldur áfram:
„Nú blánar ekki lengur „lyngið á Lögbergi helga“ af berjum, því það er
að kalla algerlega upprætt. Og hvað mun þá verða að 17 árum liðnum, ef
gróðrinum fer jafnhnignandi hér eftir sem hingað til. Sæmra hefði þá verið
að Þingvellir hefðu algerlega fallið í gleymsku, en að þurfa að sýna þá á af-
mælishátíð þeirra niðurnídda og afskræmda.“
Og Guðmundur lýkur ritgerð sinni með þessum orðum:
En yrði búið að gera Þingvelli á afmæli þeirra að friðlýstum þjóðgarði ís-
lands, þyrfti enginn að bera kinnroða fyrir meðferðina á þeim . . .
Nú á dögum er mikið skrafað og ritað um ættjarðarást, þjóðrækni og
sjálfstæði. En þá fyrst eiga þessar tilfinningar rætur hjá þjóðinni - og er
mark á þeim takandi -, er hún sýnir í verki að henni er ekki sama hvernig
fer um fegursta og frægasta sögustað landsins - hjartastaðinn.“
Valtýr Eimreiðarritstjóri bætti greinarstúf við ritgerðina, þar sem hann
tók mjög eindregið undir meginefni hennar. Hann segir:
„Hugmynd herra Guðmundar Davíðssonar: að gera Þingvelli að frið-
lýstum þjóðgarði er svo góð, að hún á fyllilega skilið að um hana sé
rætt.“
Valtýr tekur eindregið undir það, að þingstaðurinn forni verði friðaður
og honum sýndur fullur sómi. Helsta galla ritgerðar Guðmundar telur hann
þann, að þar sé hvergi að því vikið hvernig eigi að afla fjár til að hrinda
hugmyndinni í framkvæmd. Þótt beinast liggi ef til vill við að landssjóður
leggi fram féð, kunni það að reynast torfengið. Færi raunar best á því að
þess yrði aflað með almennum samskotum. Væri að því mestur sómi að
sem flestir legðust á eitt um að gefa nokkra fjármuni til að „prýða og
vernda þennan sannnefnda hjartastað þjóðarinnar“.
í blaðinu Skinfaxa tók Jónas Jónsson mjög eindregið undir þjóðgarðstil-
lögu Guðmundar. Benti hann á að ekki væri nægilegt að girða og friðlýsa
þjóðgarðssvæðið, heldur þyrfti að ráða þangað dugandi mann til að vernda
garðinn og efla prýði hans.
Ekki er sýnilegt að þjóðgarðstillaga Guðmundar fengi að öðru leyti mik-
inn hljómgrunn, þegar hún var fyrst fram borin.
En nokkrum árum síðar tók Guðmundur málið upp að nýju, skrifaði í
blöð um nauðsyn friðunaraðgerða á Þingvöllum og hélt uppi áróðri fyrir
málinu við ráðamenn. Þetta bar þann árangur að vorið 1920 var Guð-
mundur ráðinn umsjónarmaður með hinum forna þingstað og nánasta um-
hverfi. Þetta var einungis sumarstarf, og gegndi Guðmundur því sumurin
1920-23.
I grein í Tímanum, í desember 1923, skýrir Guðmundur frá því, að starf