Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Síða 161

Andvari - 01.01.1995, Síða 161
ANDVARI RÁN EÐA RÆKTUN 159 riði þessa þríþætta verkefnis verði framkvæmt. Friðunarstarfið beinist ekki síst að því að draga sem mest úr gegndarlausu fugladrápi og eggjaráni sem hér viðgengst. Þá hljóti félagið að beita sér fyrir strangri en réttlátri laga- setningu um dýravernd. Það gengist og fyrir að „stofnaðir yrðu griðastaðir, hér og hvar um landið, handa fuglum, villtum dýrum og jurtagróðri . . . Það hefði vakandi auga á að engri dýrategund eða jurt yrði útrýmt á land- inu.“ Ræktunarstarf náttúruverndarsamtakanna telur Guðmundur að ætti að vera fólgið í því að gera tilraunir með að rækta ýmsar jurtir, fugla eða önn- ur dýr í náttúru landsins, sem nú er lítill gaumur gefinn. Það beitti sér fyrir því að fluttar yrðu inn í landið erlendar tegundir jurta og dýra, „sem sam- þýðst gætu náttúru landsins og hér væri hægt að rækta til gagns og prýði.“ Fræðslan yrði þriðji meginþátturinn í starfsemi samtakanna. Þar ylti á miklu að vel tækist til. Almenningur sé furðu fáfróður um land sitt og nátt- úru þess. Skordýralífið sé nálega með öllu órannsakað og yfir höfuð öll svonefnd lægri dýr. Menn geri sér enga grein fyrir hvaða gagn þau geri eða hvaða þýðingu þau hafi í náttúrunni. Enn sé almenningur hér mjög þekk- ingarsnauður um skógrækt, jarðrækt og aðra gróðurrækt. Sama máli gegni um ár og stöðuvötn og lífríki þeirra. Flestar menningarþjóðir hafi fyrir löngu rannsakað sín eigin lönd og náttúru þeirra, og eigi fræðibækur um þau efni, sem hér vanti algerlega. Og Guðmundur sér í anda að náttúruverndarsamtökin fyrirhuguðu valdi hugarfarsbreytingu með þjóðinni: „Með stofnun félagsskapar sem hér um ræðir, er gert ráð fyrir að þeir sem taka þátt í honum afli sér sjálfir þekkingar á náttúrunni milliliðalaust. í staðinn fyrir byssur, sem mönnum er orðið svo tamt að handleika í seinni tíð, eiga önnur nauðsynlegri áhöld að ryðja sér til rúms hjá almenningi. Það eru sjónaukar, ljósmyndavélar og smásjár. Sjónaukinn er ómissandi áhald til að athuga dýr í fjarska, t.d. fugla, en smásjáin til að skoða skordýr og jurtir.“ Jafnvel þótt ljósmyndavélar hafi rutt sér hér töluvert til rúms í seinni tíð, er „eins og sneitt sé hjá að taka með þeim myndir af hinni lifandi náttúru, t.d. fuglum, refum, hreindýrum, selum o. s. frv. íslensku póstkortin eru hér áþreifanlegt dæmi.“ Guðmundur fjallar síðan um skipulag fyrirhugaðra náttúruverndarsam- taka. Hann hugsar sér fimm manna yfirstjórn, sem hefði aðsetur í Reykja- vík, en stofnaðar yrðu félagsdeildir í hverju sveitarfélagi. Þar sér hann fé- lagsmenn skipta með sér verkum, „þannig að hver fyrir sig tæki eina teg- und til athugunar og héldi því áfram þangað til búið væri að þaulrannsaka allt jurta- og dýralíf sveitarinnar, og komast að raun um á hvern hátt það skapar lífsskilyrði fyrir sveitarbúa.“ Þannig gæti félagsskapur þessi orðið nokkurs konar skóli eða menningarstofnun í hverri sveit. „Námsefnið og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.