Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 8
6
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
sem sé ekki öðlast gildi fyrr en að kosningum afstöðnum! Loks var ólgan
orðin svo mikil að samþykkt voru lög um það eitt að afnema fyrri lögin. Þau
staðfesti forsetinn og engin þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram. Öll var þessi
umgengni við stjómarskrána með þeim ólíkindum, að menn hefðu varla
trúað að slíkt gæti gerst.
Auðvitað er það jafnan umdeilanlegt pólitískt mat sem fram fer, hugleiði
forseti að beita því sem réttilega hefur verið nefnt málskotsréttur (það orð
mun fyrst hafa verið notað í umræðum um stjómarskrána á Alþingi 1944 af
Magnúsi Jónssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins). En þetta mat er á valdi
forsetans þegar honum þykir mikið við liggja. Og ástæðan sem hann hefur til
að beita því er einkum sú að ætla megi að gjá hafi myndast milli þings og
þjóðar í grundvallarmáli. Þetta var sú röksemd sem forseti hafði uppi þegar
hann tilkynnti um ákvörðun sína í sumar og vísaði til lykilhlutverks fjölmiðla
sem „fjórða valdsins" í þjóðfélaginu, miklu skipti að víðtæk sátt ríki um þann
ramma sem rekstri þeirra er settur. Ágreiningur milli þings og þjóðar verður
ekki leystur með öðru en fela þjóðinni að úrskurða beint í málinu, það eitt er
lýðræðislegt, enda þiggja bæði þingmenn og forseti umboð sitt frá þjóðinni.
Það er rétt að vekja á því sérstaka athygli að forseti íslands hefur ekkert neit-
unarvald samkvæmt stjómarskrá. Hann getur aðeins vísað því til þjóðarinn-
ar, við sérstakar aðstæður, að staðfesta lög frá Alþingi eða hafna þeim.
Því hefur verið haldið fram að óeðlilegt sé að fela þjóðhöfðingjanum slíkt
vald og ætti að koma því fyrir með öðrum hætti. Það má rétt vera, en eins og
nú stendur er atbeini forseta eina leiðin til að knýja fram þjóðaratkvæða-
greiðslu. Bent var á að alþingismenn hefðu aldrei lagt fram lagafrumvarp um
slíka athöfn. Það stafar einfaldlega af því að þingið vill ekki að skorður séu
settar við valdi sínu, stjómarmeirihluti hverju sinni hlýtur að vera því andvíg-
ur. Þess vegna verður „aðili utan þings“, eins og dómsmálaráðherra nefndi
forsetann í umræðunni, að koma til skjalanna.
Ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar virðast venjulegum leikmanni með
óbrenglaðan málskilning svo ljós, að ekki ætti að þurfa um að deila. Það tókst
mönnum þó í sumar. Meir að segja leyfðu menn sér að segja að þeir valin-
kunnu þingmenn sem á sínum tíma sömdu ákvæðið hafi flaustrað því af til
að komast á lýðveldishátíðina! Það sæmir ekki að menn skuli í vandræðum
sínum grípa til þess að reyna að gera fyrirrennara sína á þingi tortryggilega
með þvílíkum málflutningi. Raunar hafði Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi
hæstaréttardómari, haldið því fram fyrir nokkrum árum að 26. greinin sé
marklaus vegna þess að forseti feli ráðherra að framkvæma vald sitt. Neiti
forseti að staðfesta lög breyti það engu. Sigurður Líndal fyrrum prófessor
hefur aftur á móti rökstutt það skilmerkilega að forseti hafi málskotsréttinn,
vegna þess að hann fer með lagasetningarvald ásamt þinginu, setning laga er
nefnilega ekki stjórnarathöfn í sama skilningi og athafnir ráðherra sem forseti