Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 8

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI sem sé ekki öðlast gildi fyrr en að kosningum afstöðnum! Loks var ólgan orðin svo mikil að samþykkt voru lög um það eitt að afnema fyrri lögin. Þau staðfesti forsetinn og engin þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram. Öll var þessi umgengni við stjómarskrána með þeim ólíkindum, að menn hefðu varla trúað að slíkt gæti gerst. Auðvitað er það jafnan umdeilanlegt pólitískt mat sem fram fer, hugleiði forseti að beita því sem réttilega hefur verið nefnt málskotsréttur (það orð mun fyrst hafa verið notað í umræðum um stjómarskrána á Alþingi 1944 af Magnúsi Jónssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins). En þetta mat er á valdi forsetans þegar honum þykir mikið við liggja. Og ástæðan sem hann hefur til að beita því er einkum sú að ætla megi að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar í grundvallarmáli. Þetta var sú röksemd sem forseti hafði uppi þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í sumar og vísaði til lykilhlutverks fjölmiðla sem „fjórða valdsins" í þjóðfélaginu, miklu skipti að víðtæk sátt ríki um þann ramma sem rekstri þeirra er settur. Ágreiningur milli þings og þjóðar verður ekki leystur með öðru en fela þjóðinni að úrskurða beint í málinu, það eitt er lýðræðislegt, enda þiggja bæði þingmenn og forseti umboð sitt frá þjóðinni. Það er rétt að vekja á því sérstaka athygli að forseti íslands hefur ekkert neit- unarvald samkvæmt stjómarskrá. Hann getur aðeins vísað því til þjóðarinn- ar, við sérstakar aðstæður, að staðfesta lög frá Alþingi eða hafna þeim. Því hefur verið haldið fram að óeðlilegt sé að fela þjóðhöfðingjanum slíkt vald og ætti að koma því fyrir með öðrum hætti. Það má rétt vera, en eins og nú stendur er atbeini forseta eina leiðin til að knýja fram þjóðaratkvæða- greiðslu. Bent var á að alþingismenn hefðu aldrei lagt fram lagafrumvarp um slíka athöfn. Það stafar einfaldlega af því að þingið vill ekki að skorður séu settar við valdi sínu, stjómarmeirihluti hverju sinni hlýtur að vera því andvíg- ur. Þess vegna verður „aðili utan þings“, eins og dómsmálaráðherra nefndi forsetann í umræðunni, að koma til skjalanna. Ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar virðast venjulegum leikmanni með óbrenglaðan málskilning svo ljós, að ekki ætti að þurfa um að deila. Það tókst mönnum þó í sumar. Meir að segja leyfðu menn sér að segja að þeir valin- kunnu þingmenn sem á sínum tíma sömdu ákvæðið hafi flaustrað því af til að komast á lýðveldishátíðina! Það sæmir ekki að menn skuli í vandræðum sínum grípa til þess að reyna að gera fyrirrennara sína á þingi tortryggilega með þvílíkum málflutningi. Raunar hafði Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, haldið því fram fyrir nokkrum árum að 26. greinin sé marklaus vegna þess að forseti feli ráðherra að framkvæma vald sitt. Neiti forseti að staðfesta lög breyti það engu. Sigurður Líndal fyrrum prófessor hefur aftur á móti rökstutt það skilmerkilega að forseti hafi málskotsréttinn, vegna þess að hann fer með lagasetningarvald ásamt þinginu, setning laga er nefnilega ekki stjórnarathöfn í sama skilningi og athafnir ráðherra sem forseti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.