Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 28
26
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
15 mínútur síðan ég losnaði frá prófborðinu,“ en hún heitir því að hún
muni með tímanum gefa sig að lögfræðistörfum. Fyrst sé að njóta lífs-
ins og safna kröftum uns hún taki til starfa. Blaðamaður hendir svar
hennar á lofti og segist muni heimsækja hana í nafni Morgunblaðsins
þegar hún verði orðin sýslumaður uppi í sveit. „Vertu velkominn, segir
Auður blátt áfram og alúðlega, eins og henni er lagið, en þó glettnis-
lega,“ lýkur blaðamaður skrifum sínum.
Það liðu heil 14 ár þangað til næsta kona, Rannveig Þorsteinsdóttir,
síðar alþingismaður, útskrifaðist úr lagadeildinni og fjölgaði þeim því
hægt í fyrstu. í lögfræðingatali sem kom út árið 1950 eru aðeins tvær
konur, þær sem þegar hafa komið hér við sögu. I hliðstæðu riti útgefnu
1963 voru konur orðnar fimm og í stéttartali lögfræðinga sem nær til
kandidata ársins 1975 eru 30 konur. Síðan hefur þeim farið ört fjölgandi.
Lögfrœðingur Mœðrastyrksnefndar
Auður var að eigin sögn dálítið óráðin fyrst eftir að lagaprófinu var
náð. Embætti voru ekki á hverju strái og ekki var ráðist í það umsvifa-
laust að opna málflutningsstofu á þeim árum. Næsta árið var hún á
ísafirði „praktiserandi“ lögfræðingur „en ekki var beinlínis biðröð hjá
mér,“ sagði hún um upphaf starfans, „fremur en Tómasi Guðmunds-
syni skáldi sem frægt er af kvæði hans: Þegar ég praktiseraðig Hún
hafði þó með höndum innheimtur og annað tilfallandi. Fyrir voru í
bænum Óskar Borg sem rak málflutningsstofu og Jón Grímsson sem
ekki var löglærður en annaðist ýmis störf af lögfræðilegum toga svo
sem samningagerðir.
Það bar til tíðinda í ísafjarðarbæ árið 1935 að í skiptaréttarmáli varð
Torfi Hjartarson, bæjarfógeti á Isafirði og sýslumaður Isafjarðarsýslu,
að víkja sæti sem reglulegur dómari og Óskar Borg var málsvari
mótaðilans. Þessar aðstæður leiddu til þess að Auður var tilkvödd sem
setudómari í málinu þegar dómþing var háð í því. Ekki var öðrum til
að dreifa á staðnum og ella hefði orðið að kveðja til einhvem löglærð-
an annars staðar frá. Þama varð sá tímamótaviðburður að kona sat í
fyrsta skipti í dómarasæti hér á landi og var sá atburður festur á filmu
og gerður heyrinkunnur. Sjálf segir Auður að málið hafi ekki orðið sér
tiltakanlega minnisstætt og niðurstaðan líklega legið frekar beint við -
en „einn gamansamur skólabróðir minn vildi kalla þennan atburð: