Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 107
andvari
JÓN SIGURÐSSON Á 21. ÖLD
105
lagi róttækar hugmyndir. Fyrir utan tillögu um að skora á alþingismenn að
neita að halda þing um sumarið, sem fékk aðeins fylgi flutningsmanns síns,
séra Benedikts Kristjánssonar í Múla, snerist fundurinn að mestu leyti um
tvær tillögur. Annars vegar var lagt til að fundurinn liti á sig sjálfan sem
nokkurs konar stjómlagaþing og sendi menn beint á konungsfund með undir-
stöðuatriði stjómarskrár sem konungur yrði beðinn að samþykkja. Hins
vegar mælti fyrsta grein þessara undirstöðuatriða fyrir um að ísland væri
sérstakt þjóðfélag og í engu öðru sambandi við Danmörku en að það lyti
sama konungi. Jón Sigurðsson lagðist ákaft gegn þessum tillögum báðum.
Hann sagðist að vísu vera „indirecte“ meðmæltur ákvæðinu um konungs-
sambandið en varði samt orðalag stöðulaganna, sem hafði verið í stjómar-
skrárfrumvarpi Alþingis 1867, að ísland væri óaðskiljanlegur hluti
Danaveldis.24 Hér hafði Jón Sigurðsson sannarlega tækifæri til að taka þátt í
æsingum gegn Dönum og tefja þannig sjálfstæðisþróunina. En hann lét það
ógert og gekk nokkrum dögum eða vikum síðar inn á samkomulagsleiðina
sem Alþingi fór um sumarið, þegar það sameinaðist um að biðja konung að
gefa sér stjómarskrá og veitti dönsku ríkisstjóminni þannig sjálfdæmi um
•nnihald hennar.25 Tæpast hafa menn verið svo bjartsýnir að eiga von á
nokkru betra en málamiðluninni frá 1867.
Andstæðingar Jóns glósuðu strax um að hann hefði látið undan fyrir Dana-
stjórn í sjálfstæðismálinu árið 1873 vegna þess að hann hafi verið að sækjast
eftir rektorsembætti við lærða skólann í Reykjavík.“6 En það virðist heldur
langsótt skýring, enda lítur út fyrir að stjómvöld hafi haft meiri áhuga á að
Jón yrði rektor en hann sjálfur.27
Ennfremur má spyrja: Lagði Jón nokkum tímann fram óraunsæilega frek-
ar kröfur í sjálfstæðismálinu, nema þá að þar væri auðsæ leið til að slá af? Á
þjóðfundinum 1851 hefur líklega borið mest á milli kröfum hans og tilboði
stjómarinnar. Þá fór flokkur Jóns fram á löggjafarvald til handa Alþingi og
ráðherravald í íslandsmálum sem yrði bæði á íslandi (ráðgjafar) og í Kaup-
mannahöfn (erindisreki).28 En um löggjafarvald Alþingis var stjómin til tals
strax 1867. Og tillaga um ráðherra á Islandi var ekki róttækari en svo að tveir
danskir stiftamtmenn um þetta leyti, L.A. Krieger 1837 og Trampe greifi eftir
þjóðfund 1851, lögðu til að stiftamtmannsembættinu á Islandi yrði breytt í
nokkurs konar ráðherraembætti.29 í fyrstu grein frumvarps þjóðfundarmanna
er líka opnuð leið til að láta sjálfstjómina koma í áföngum: „ísland hefur
konúng og konúngserfðir saman við Danmörku. Hver önnur málefni skuli
vera sameiginleg með íslandi og Danmörku eða öðrum hlutum einveldisins,
er komið undir samkomulagi.“30 Strax þama er haldið opinni leið til að miðla
málum og semja um hve hratt stjóm Islands yrði flutt í hendur Islendinga.
Eftir fundinn gaf Jón lrka í skyn í Nýjum félagsritum að hugsanlegt hefði
verið að ná samkomulagi við konungkjömu fulltrúana á fundinum, „ef málið