Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 138
136
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
ANDVARI
eða geðveiki. Assverus þekkir og nefnir eigið eðli, eins og Prufrock gerir í
dramatísku einræðunni „The Love Song of J. Alfred Prufrock“, sem Eliot
birti fyrst árið 1915. Margröddunin í djúpgerð verka Brownings og Poes er
svipuð. En hún er ólík margröddun „Assverusar“, sem er í samræðu við
bókmennta- og menningarsöguna með textavísunum og deilir þar með afger-
andi formgerðareinkenni með einræðu Prufrocks.
Lesendum Stephans og Eliots er eftirlátið að túlka vísanimar sem reyna
verulega á menningarlegt læsi ef fullur skilningur á samræðu þeirra við hefð-
ina á að nást. „Assverus“ vísar víða, en er sér í lagi samræða Stephans við
Grím Thomsen og einræðu hans „Gyðinginn gangandi“, sem hann vitnar í og
andmælir í kvæðinu. Stephan hafnar hefðbundinni túlkun Gríms á því að
Gyðingurinn gangandi þrái lausn dauðans. Assverus segir: „Ég, sem hef ei
nokkurt annað eðli, / eða þrá, en fá að lifa sjálfur“. Göngusárin sem Grímur
lýsti í sínu kvæði segir Stephan vera „örin eftir stríð við frelsið - innanrifja
stærri þó og dýpri“ og ýjar að því að Grímur hafi brugðist frelsinu þegar hann
nýtti ekki veraldleg forréttindi sín til að veita yfirráðum og áhrifavaldi Dana
andspymu. Þegar herlúðrar blási til styrjaldar geti viðnámsleysi gegn vald-
hafanum þó ekki aðeins „rneitt", heldur „myrt“. Lasti Stephans fylgir óbeint
hrós eftirlíkingarinnar, sem minnir á að Grímur nútímavæddi íslensku sögu-
ljóðahefðina verulega með innleiðingu einræðunnar og persónubundins
sögumanns.
Olíkt einræðum Brownings, Poes og Eliots er „Assverus“ ekki dramatísk
einræða, því orðræða mælandans lýsir ekki athöfnum eða atburðarás.
„Kirkjugarðurinn“ (1883) er aftur á móti dramatísk einræða og er skondnasta
tilraun Stephans á mörkum Ijóðs, leikrits og smásögu (IV: 195-200). í kvæð-
inu lýstur saman gömlu bókmenntaviðhorfi og nýju: lífssýn rómantískrar
dauðatilbeiðslu og raunsæs natúralismans. „Kirkjugarðurinn“ er innri
einræða ljóðmælanda sem er með höfuðið uppfullt af hástemmdri, róman-
tískri tilbeiðslu á dauðanum, og hún myndar lokaðan frásagnarramma utan
um kafla sem er dramatísk samræða í órímuðum fjórliða braglínum. Allt frá
því ljóðmælandinn var ungur hefur kirkjugarðurinn verið skáldlegt athvarf
og hann er að vitja leiðis síns helsta uppáhaldsskálds þegar tilbeiðsla hans við
„altari“ sitt er rofin. Ung kona, sem reynist hafa nýlega misst unnustann, rétt
fyrir brúðkaupið, er að hitta einn vonbiðla sinna á laun í kirkjugarðinum,
alveg búin að gleyma gröfnum heitmanni. Hún ætlar ekki að „lifa ... / leiða
milli“. Mælanda er öllum lokið við skeytingarleysið, sem svipar til afstöðu
náttúrunnar í natúralisma. Karnívalískur hlátur sem hyllir lífið og lifandi
líkamann sprengir í loft upp tilbeiðslu sorgarhetjunnar á dauðanum. Merk-
ingarmiðjan er þó á reiki, því tilfinningalaus afstaða ungu konunnar er engu
betri en dýrkun dauðans.
Stephan innlimaði margvíslega í kvæði sín sögurammann, sem varð feiki-