Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 24

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 24
22 BJÖRG EINARSDÓTTIR ANDVARI hugsa sinn gang. Foreldrar hennar hvöttu hana til að halda áfram námi og sjálf hugði hún á nám hér heima við háskólann. Um fjórar deildir var að ræða í háskólanum. A þeim tíma virtist það fjarlægt fyrir konu að hugsa til náms í guðfræði „og mig óaði einfaldlega við þeirri ábyrgð sem hlýtur að fylgja læknisstarfi,“ sagði Auður er hún rifjaði upp þenn- an umþóttunartíma. Þá var aðeins um norræn fræði eða lagadeild að velja og sú síðarnefnda höfðaði meira til hennar. Ögrandi var að fara út í eitthvað nýtt, ljúka embættisprófi í lögum þegar flestar stúlkur sem fóru áfram í skóla létu stúdentsprófið nægja. Auður lét eitt sinn svo ummælt að ef valgreinar hefðu verið slíkar sem seinna varð hefði val hennar kannski orðið annað. En hún sagðist aldrei hafa séð eftir því að hafa valið lögfræðina, þekking í þeirri grein hefði orðið sér stuðning- ur síðar í stjómmálastarfi. Lögfræði væri eins konar þjóðfélagsfræði, sem snerti öll svið mannlífs og væri síður en svo þurr fræði eins og margir virtust halda. Skólaári háskólans var skipt í tvö kennslutímabil og hófst hið fyrra 1. október en hið síðara 15. febrúar og þann dag 1930 hóf Auður nám við lagadeildina. Háskólinn var að undantekinni læknadeild að öllu leyti til húsa á fyrstu hæð Alþingishússins. Auður hóf að sækja fyrir- lestra í forspjallsvísindum hjá Agústi H. Bjarnasyni prófessor samhliða sjálfu laganáminu. Hún var eina og fyrsta stúlkan í deildinni og þar var hún áfram í námi með skólafélögunum úr menntaskólanum. Þá voru fáeinar stúlkur í læknadeild en engar í norrænu- eða guðfræðideild og höfðu aldrei verið það. I lagadeild voru um 40 nemendur en innritaðir í háskólann voru um 250 stúdentar. Alexander Jóhannesson var rektor skólans en í lagadeild voru þrír prófessorar: Ólafur Lárusson, Einar Arnórsson, sem varð dómari við hæstarétt 1932 og tók Bjami Bene- diktsson við starfi hans, þá nýkominn heim frá framhaldsnámi. Lágu þá fyrst saman leiðir Auðar og Bjarna sem síðar urðu samherjar á pólitískum vettvangi. Þriðji prófessorinn var Magnús Jónsson sem hvarf frá kennslu og í hans stað kom Þórður Eyjólfsson, síðasta ár Auðar í lagadeild. Tekið er fram í greinargerð um háskólastarfið á þessum árum að elstu nemendur í lagadeild hafi haft skriflegar æfing- ar; ennfremur veitt efnalitlu fólki lögfræðiaðstoð eina stund í viku undir handleiðslu kennara. Hjá Orator, félagi laganema við Háskóla íslands, var sérstaklega rætt hvernig bregðast skyldi við þegar kona væri komin í hóp laga- nema og hvort einhverju þyrfti að breyta hjá félaginu þess vegna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.