Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 17
andvari
AUÐUR AUÐUNS
15
Kaupmannahöfn að nema iðn sína árið 1807 gerðu Englendingar árás á
borgina og bar hann alla ævi ör eftir sár sem hann hlaut þá . „Þetta þótti
mér sem bami,“ sagði Auður Auðuns í viðtali á sínum efri árum, „held-
ur en ekki merkilegur forfaðir.“
Síðsumars aldamótaárið 1900 giftust Margrét Guðrún og Jón
Auðunn. Fóru þau suður á land og í brúðkaupsferð á hestum austur að
Gullfossi og Geysi. Sat Margrét Guðrún þá afbragðs gæðing er breski
fiskkaupmaðurinn P. Ward hafði gefið þeim. Var hún vön hestum frá
bemskuárum á Stað og hafði í fermingargjöf frá foreldrum sínum feng-
ið hest og reiðtygi.
Heimkomin tóku nýgiftu hjónin við búi á Garðsstöðum og ólust
yngstu systkini Jóns Auðuns upp hjá þeim. Ennfremur áttu foreldrar
Margrétar Guðrúnar, séra Jón og Sigríður, sitt ævikvöld hjá þeim. Arið
1904 fluttist fjölskyldan til ísafjarðar og þar stóð heimilið næstu
áratugina.
Hannes Hafstein, sem var sýslumaður í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti
á ísafirði 1896-1904, fékk augastað á hinum dugmikla bónda á Garðs-
stöðum og aflaði konungsleyfis til að skipa hann hreppstjóra í Ögur-
hreppi, ungan að aldri, árið 1901. Frá 1904 til 1909 var Jón Auðunn
síðan yfirfiskimatsmaður á ísafirði, en þaðan var mikill fiskútflutningur.
I ársbyrjun 1904 tók Hannes Hafstein við ráðherraembætti og flutt-
ist þá til Reykjavíkur með fjölskyldu sína. Jón Auðunn keypti íbúðar-
hús Hannesar, svokallað Fischershús, síðar Mánagata 1, og stendur það
enn við strandlengjuna á mótum Hafnarstrætis og Mánagötu en er tölu-
vert breytt á síðari árum.
Fjölskylda Margrétar Guðrúnar og Jóns Auðuns stækkaði, umsvif
heimilisföðurins jukust og gestakomur voru miklar. „Þá kom sér oft
vel,“ sagði sonur þeirra er hann minntist æskuáranna, „að gamla húsið
var stórt, sex svefnherbergi auk stofanna.“ Húsið hafði upphaflega
verið reist sem verslunar- og íbúðarhús kaupmanns og fylgdu því
útihús bakatil þar sem þau hjónin höfðu í fyrstu dálítinn búskap, kýr og
kindur, og aðstöðu fyrir reiðhesta.
Arið 1907 heiðraði Friðrik VIII Danakonungur landið með nærveru
sinni og hafði konungsskipið viðdvöl á ísafirði síðla sumars á heim-
leið. Af tilefninu var ísafjarðarbær fagurlega skreyttur og íbúamir
hlómum prýddu hús sín. Á gafli Fischershúss var stórt spjald með
orðunum: „Velkomnir gestir“ og blómsveigur fléttaður í kring.
I þessu húsi fæddist Auður Auðuns og þar sleit hún bamsskónum.