Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 17

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 17
andvari AUÐUR AUÐUNS 15 Kaupmannahöfn að nema iðn sína árið 1807 gerðu Englendingar árás á borgina og bar hann alla ævi ör eftir sár sem hann hlaut þá . „Þetta þótti mér sem bami,“ sagði Auður Auðuns í viðtali á sínum efri árum, „held- ur en ekki merkilegur forfaðir.“ Síðsumars aldamótaárið 1900 giftust Margrét Guðrún og Jón Auðunn. Fóru þau suður á land og í brúðkaupsferð á hestum austur að Gullfossi og Geysi. Sat Margrét Guðrún þá afbragðs gæðing er breski fiskkaupmaðurinn P. Ward hafði gefið þeim. Var hún vön hestum frá bemskuárum á Stað og hafði í fermingargjöf frá foreldrum sínum feng- ið hest og reiðtygi. Heimkomin tóku nýgiftu hjónin við búi á Garðsstöðum og ólust yngstu systkini Jóns Auðuns upp hjá þeim. Ennfremur áttu foreldrar Margrétar Guðrúnar, séra Jón og Sigríður, sitt ævikvöld hjá þeim. Arið 1904 fluttist fjölskyldan til ísafjarðar og þar stóð heimilið næstu áratugina. Hannes Hafstein, sem var sýslumaður í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á ísafirði 1896-1904, fékk augastað á hinum dugmikla bónda á Garðs- stöðum og aflaði konungsleyfis til að skipa hann hreppstjóra í Ögur- hreppi, ungan að aldri, árið 1901. Frá 1904 til 1909 var Jón Auðunn síðan yfirfiskimatsmaður á ísafirði, en þaðan var mikill fiskútflutningur. I ársbyrjun 1904 tók Hannes Hafstein við ráðherraembætti og flutt- ist þá til Reykjavíkur með fjölskyldu sína. Jón Auðunn keypti íbúðar- hús Hannesar, svokallað Fischershús, síðar Mánagata 1, og stendur það enn við strandlengjuna á mótum Hafnarstrætis og Mánagötu en er tölu- vert breytt á síðari árum. Fjölskylda Margrétar Guðrúnar og Jóns Auðuns stækkaði, umsvif heimilisföðurins jukust og gestakomur voru miklar. „Þá kom sér oft vel,“ sagði sonur þeirra er hann minntist æskuáranna, „að gamla húsið var stórt, sex svefnherbergi auk stofanna.“ Húsið hafði upphaflega verið reist sem verslunar- og íbúðarhús kaupmanns og fylgdu því útihús bakatil þar sem þau hjónin höfðu í fyrstu dálítinn búskap, kýr og kindur, og aðstöðu fyrir reiðhesta. Arið 1907 heiðraði Friðrik VIII Danakonungur landið með nærveru sinni og hafði konungsskipið viðdvöl á ísafirði síðla sumars á heim- leið. Af tilefninu var ísafjarðarbær fagurlega skreyttur og íbúamir hlómum prýddu hús sín. Á gafli Fischershúss var stórt spjald með orðunum: „Velkomnir gestir“ og blómsveigur fléttaður í kring. I þessu húsi fæddist Auður Auðuns og þar sleit hún bamsskónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.