Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 105
andvari
JÓN SIGURÐSSON Á 21. ÖLD
103
ist Guðmundur ganga nokkuð langt í að túlka stefnu hinna sjálfstæðissinnuðu
íslensku sveitamanna sem íhaldsemi, þegar hann gerir ráð fyrir að þeir hafi
beinlínis stefnt að sjálfstjóm íslendinga í því skyni að hindra áhrif danskrar
frelsisstefnu á íslandi.14 Að öðru leyti orkar túlkun hans sannfærandi.
Þegar kemur að túlkun Guðmundar Hálfdanarsonar á stefnu Jóns Sigurðs-
sonar get ég líka fallist á hana að mestu leyti. En í tveimur atriðum held ég
að hann hætti sér of langt út í að ögra hinni viðurkenndu túlkun 20. aldar á
sjálfstæðishetjunni. Bæði snúast þau um baráttulist Jóns fremur en megin-
stefnu. Ég ætla að taka nokkurt rúm í að ræða þessi atriði.
Vildi Jón Sigurðsson tefja stjórnarbót?
Aðra hinna ögrandi hugmynda Guðmundar Hálfdanarsonar um pólitíska
baráttulist Jóns Sigurðssonar hefur hann orðað svona:
Þegar grannt er skoðað sést að óbilgimi Jóns í sjálfstæðisbaráttunni stafaði ekki af
ósveigjanlegri þjóðemisstefnu fyrst og fremst, heldur var hann þeirrar skoðunar að
íslendingar væru alls ekki í stakk búnir til að taka við sjálfsforræði upp úr miðri 19.
öld. Hernaðaráætlun hans í stríðinu við Dani gekk því út frá því að tefja stjómarbót-
ina sem lengst með óaðgengilegum kröfum, í þeirri von að hún fengist þegar landið
væri reiðubúið til að taka við því frelsi sem hann taldi að það ætti rétt á.15
Þetta sjónarmið les Guðmundur einkum út úr tveimur bréfum Jóns sumarið
1865. I öðru þeirra skrifar hann Guðbrandi Vigfússyni „að Amljótur |Ólafs-
son] og Benedikt [Sveinsson viljij nú hafa fjárhaginn á tout prix [hvað sem
það kostar].“ En sjálfur vildi hann „halda kröfum vorum að svo stöddu, þó
ekkert fáist, og heimta sífelt, en reyna að koma á samvinnu og félagsskap til
að taka sér fram að öðru leyti, svo við getum slegið til með fjárhaginn þegar
við sjáum okkur slag, en ekki fyrri.“ í hinu bréfinu skrifar Jón Konrad Maur-
er „að okkur liggi ekki á sjálfsforræði fremur en verkast vill, heldur þurfum
við að flakka 40 ár í réttleysisins eyðimörk, til að þvælast betur ef mögulegt
væri. Væri nokkurt verulegt gagn í okkur, þá höfum við nóg frelsi til að taka
okkur fram, og nóg efni til að leggja á okkur skatt sjálfir, sem hvorki Dönum
né stjórninni kemur við ,..“16
Oftar hvörfluðu að Jóni efasemdir um að Islendingar væru hæfir til að
stjórna sér sjálfir. Árið 1861 skrifaði hann Konrad Maurer: „okkur vantar
niikið til að geta verið vissir um, að við séum færir um að stjóma okkur sjálf-
ir.“17 En ætli það hvarfli ekki að öllum leiðtogum þjóða á leið yfir eyðimerk-
ur til fyrirheitna landsins að þeir hefðu aldrei átt að leggja upp? Þegar Jón
skrifaði þetta var hann líka varla sloppinn úr biturri viðureign við yfirgnæf-