Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 105

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 105
andvari JÓN SIGURÐSSON Á 21. ÖLD 103 ist Guðmundur ganga nokkuð langt í að túlka stefnu hinna sjálfstæðissinnuðu íslensku sveitamanna sem íhaldsemi, þegar hann gerir ráð fyrir að þeir hafi beinlínis stefnt að sjálfstjóm íslendinga í því skyni að hindra áhrif danskrar frelsisstefnu á íslandi.14 Að öðru leyti orkar túlkun hans sannfærandi. Þegar kemur að túlkun Guðmundar Hálfdanarsonar á stefnu Jóns Sigurðs- sonar get ég líka fallist á hana að mestu leyti. En í tveimur atriðum held ég að hann hætti sér of langt út í að ögra hinni viðurkenndu túlkun 20. aldar á sjálfstæðishetjunni. Bæði snúast þau um baráttulist Jóns fremur en megin- stefnu. Ég ætla að taka nokkurt rúm í að ræða þessi atriði. Vildi Jón Sigurðsson tefja stjórnarbót? Aðra hinna ögrandi hugmynda Guðmundar Hálfdanarsonar um pólitíska baráttulist Jóns Sigurðssonar hefur hann orðað svona: Þegar grannt er skoðað sést að óbilgimi Jóns í sjálfstæðisbaráttunni stafaði ekki af ósveigjanlegri þjóðemisstefnu fyrst og fremst, heldur var hann þeirrar skoðunar að íslendingar væru alls ekki í stakk búnir til að taka við sjálfsforræði upp úr miðri 19. öld. Hernaðaráætlun hans í stríðinu við Dani gekk því út frá því að tefja stjómarbót- ina sem lengst með óaðgengilegum kröfum, í þeirri von að hún fengist þegar landið væri reiðubúið til að taka við því frelsi sem hann taldi að það ætti rétt á.15 Þetta sjónarmið les Guðmundur einkum út úr tveimur bréfum Jóns sumarið 1865. I öðru þeirra skrifar hann Guðbrandi Vigfússyni „að Amljótur |Ólafs- son] og Benedikt [Sveinsson viljij nú hafa fjárhaginn á tout prix [hvað sem það kostar].“ En sjálfur vildi hann „halda kröfum vorum að svo stöddu, þó ekkert fáist, og heimta sífelt, en reyna að koma á samvinnu og félagsskap til að taka sér fram að öðru leyti, svo við getum slegið til með fjárhaginn þegar við sjáum okkur slag, en ekki fyrri.“ í hinu bréfinu skrifar Jón Konrad Maur- er „að okkur liggi ekki á sjálfsforræði fremur en verkast vill, heldur þurfum við að flakka 40 ár í réttleysisins eyðimörk, til að þvælast betur ef mögulegt væri. Væri nokkurt verulegt gagn í okkur, þá höfum við nóg frelsi til að taka okkur fram, og nóg efni til að leggja á okkur skatt sjálfir, sem hvorki Dönum né stjórninni kemur við ,..“16 Oftar hvörfluðu að Jóni efasemdir um að Islendingar væru hæfir til að stjórna sér sjálfir. Árið 1861 skrifaði hann Konrad Maurer: „okkur vantar niikið til að geta verið vissir um, að við séum færir um að stjóma okkur sjálf- ir.“17 En ætli það hvarfli ekki að öllum leiðtogum þjóða á leið yfir eyðimerk- ur til fyrirheitna landsins að þeir hefðu aldrei átt að leggja upp? Þegar Jón skrifaði þetta var hann líka varla sloppinn úr biturri viðureign við yfirgnæf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.