Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 106
104
GUNNAR KARLSSON
ANDVARI
andi meirihluta landa sinna í fjárkláðamálinu18 og hefur vafalaust oft þótt
þeir illa fallnir til að stjórna samfélagi.
Eins skiptir máli hvar Jón var staddur pólitískt þegar hann skrifaði þau
ummæli sem Guðmundur vísar til. A Alþingi þetta sumar kom hann í veg
fyrir það með talsverðu harðfylgi og gegn vilja nokkurra dyggra stuðnings-
manna sinna að þingið féllist á tilboð stjómarinnar um að slíta fjárhagssam-
bandinu milli íslands og konungsríkisins og rrkið greiddi íslandi árlegt fram-
lag sem hefði nægt til að hægt væri að reka landsjóð Islands án þess að þurfa
að draga opinberan rekstur saman eða hækka skatta. Tillaga fylgismanns
Jóns um að hafna frumvarpinu var samþykkt með aðeins þriggja atkvæða
mun, 14:11.19 I bréfunum til Guðbrands Vigfússonar og Maurers 1865 er Jón
sýnilega að réttlæta afstöðu sína og verjast ásökunum um að hafa siglt stjóm-
skipunarmálinu í strand með óbilgimi.
Hafði hann þá ekki siglt málinu í strand einmitt til þess að koma í veg fyrir
að Islendingar fengju of mikla sjálfstjóm svo snemma, eins og Guðmundur
segir? Ekki kemur það vel heim við viðtökur Jóns og fylgismanna hans við
stjómarskrárfrumvarpi sem Danastjórn lagði fyrir næsta Alþingi á eftir, 1867.
I stuttu máli sagt féllst þingið næstum einróma á frumvarpið, gerði að vísu á
því nokkrar breytingar sem stefndu að því að bæta stöðu íslands, gera völd
innlendra stjómenda heldur meiri og hækka fjárframlagið frá Dönum. Til
vara samþykkti þingið með 23 atkvæðum, á 27 manna þingi, að biðja konung
um að leggja málið á ný „fyrir þing á Islandi, annaðhvort 1869, eður svo
fljótt sem orðið getur“, ef hann gæti ekki fallist á að löggilda það með þeim
breytingum sem þingið hafði gert, en tillaga um að krefjast nýs þjóðfundar
var felld.20 Hér var þess því gætt vandlega að halda opinni leið fyrir gagntil-
boð stjórnarinnar og nýja málamiðlun. Konungsfulltrúi, Hilmar Finsen stift-
amtmaður, gaf á hinn bóginn í þinglok von um „að frumvarp stjómarinnar og
meðferð þingsins á því annaðhvort muni leiða til samkomulags þess, sem
stjómarskrá Islands þegar í þetta skipti verði byggð á, eða þá verði sá grund-
völlur, er hún seinna gæti orðið byggð á.“21 Líklegt virðist að Jón Sigurðsson
og Hilmar Finsen hafi fremur öðrum komið þessu samkomulagi á.
Mikið vantaði á að málamiðlunin 1867 uppfyllti róttækustu kröfur Jóns
Sigurðssonar. I aðalatriðum má segja að hún hafi verið lögfest með stöðulög-
unum 1871 og stjómarskránni 1874, eftir að nokkurra ára snurða hafði hlaup-
ið á þráðinn,22 og af hvorugum þeim lögum lét Jón Sigurðsson vel þegar hann
var í óánægjuham.23 Því er vandséð hvers vegna hann ætti að hafa staðið að
þessu samkomulagi um málamiðlun 1867 ef hann hefði ekki beinlínis verið
ákafur að leiða stjómskipunarmálið til lykta.
Gerði hann það kannski vegna þrýstings frá sáttfúsari þingmönnum og af
ótta við að missa annars forystuhlutverk sitt í íslenskum stjómmálum? Ekki
bendir framkoma hans á Þingvallafundi 1873 í þá átt. Þar komu fram í meira