Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 22

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 22
20 BJÖRG EINARSDÓTTIR ANDVARI og þann tíma var Kristín starfandi læknir þar og aðstoðarlæknir á sjúkrahúsinu, að undanskilinni námsdvöl erlendis um skeið. Svo vill til að Vilmundur læknir var andstæðingur Jóns Auðuns í pólitík, þó úr annarri átt væri en sýslumaðurinn sem fyrr var getið, en það hefur ekki hindrað að Auði mátti vera kunnugt um einstakan feril Kristínar Ólafs- dóttur. A þessum árum voru konur er brutust til æðri mennta svo fáar hér á landi að telja mátti á fingrum sér og því tilviljun að tvær úr þeirra röðum skyldu vera á bernskuslóðum Auðar Auðuns. En þær voru lýsandi dæmi um hvað unnt væri að gera ef vilji og atorka var fyrir hendi. I janúar 1926 lagði strandferðaskipið frá hafnarbakkanum á Isafirði með ungu stúlkumar tvær innanborðs á vit framtíðarinnar. Hvað bjó í hugskoti þeirra þar sem þær stóðu við borðstokkinn og veifuðu fjöl- skyldu sinni í landi er vant að segja. En teningunum var kastað - þær höfðu valið sér braut út í lífið. ✓ I menntaskóla Menntaskólinn í Reykjavík, eini menntaskóli Iandsins, var á þessum árum sex vetra skóli. Þrír fyrstu bekkirnir voru gagnfræðadeild sem lauk með gagnfræðaprófi en þrír efri bekkirnir lærdómsdeild er skipt- ist í mála- og stærðfræðideild og lauk þeim báðum með stúdentsprófi. Einkunnastigi við skólann var svokallað Örstedskerfi þar sem hæst var gefið átta en einnig gat námsmatið farið í mínus ef frammistaða nemenda var slök. Fyrsti áfangi Auðar Auðuns þegar til Reykjavíkur kom var að lesa undir gagnfræðapróf sem hún hugðist taka utanskóla um vorið. Næði hún tilskilinni einkunn á prófinu veitti það aðgang að fjórða bekk. Þær vinkonurnar að vestan sóttu einkatíma hjá nokkrum kennurum við skólann og kepptust við lærdóminn. Prófið var þreytt dagana 11.-24. júní 1926 og voru 16 nemendur utanskóla. Af þeim var Auður efst með einkunnina 7,25, næstur henni í þeim hópi var með 6,24 í einkunn. Bekkjarnemendur voru 43 að tölu og efstur af þeim var Gunnar Thoroddsen með einkunnina 7,40, næst- ur honum af þeim sem höfðu setið í bekknum var með 7,12 í einkunn. Þegar í þessari fyrstu lotu skipar Auður sér sess í námsmannahópnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.