Andvari - 01.01.2004, Page 22
20
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
og þann tíma var Kristín starfandi læknir þar og aðstoðarlæknir á
sjúkrahúsinu, að undanskilinni námsdvöl erlendis um skeið. Svo vill til
að Vilmundur læknir var andstæðingur Jóns Auðuns í pólitík, þó úr
annarri átt væri en sýslumaðurinn sem fyrr var getið, en það hefur ekki
hindrað að Auði mátti vera kunnugt um einstakan feril Kristínar Ólafs-
dóttur.
A þessum árum voru konur er brutust til æðri mennta svo fáar hér á
landi að telja mátti á fingrum sér og því tilviljun að tvær úr þeirra
röðum skyldu vera á bernskuslóðum Auðar Auðuns. En þær voru
lýsandi dæmi um hvað unnt væri að gera ef vilji og atorka var fyrir
hendi.
I janúar 1926 lagði strandferðaskipið frá hafnarbakkanum á Isafirði
með ungu stúlkumar tvær innanborðs á vit framtíðarinnar. Hvað bjó í
hugskoti þeirra þar sem þær stóðu við borðstokkinn og veifuðu fjöl-
skyldu sinni í landi er vant að segja. En teningunum var kastað - þær
höfðu valið sér braut út í lífið.
✓
I menntaskóla
Menntaskólinn í Reykjavík, eini menntaskóli Iandsins, var á þessum
árum sex vetra skóli. Þrír fyrstu bekkirnir voru gagnfræðadeild sem
lauk með gagnfræðaprófi en þrír efri bekkirnir lærdómsdeild er skipt-
ist í mála- og stærðfræðideild og lauk þeim báðum með stúdentsprófi.
Einkunnastigi við skólann var svokallað Örstedskerfi þar sem hæst var
gefið átta en einnig gat námsmatið farið í mínus ef frammistaða
nemenda var slök.
Fyrsti áfangi Auðar Auðuns þegar til Reykjavíkur kom var að lesa
undir gagnfræðapróf sem hún hugðist taka utanskóla um vorið. Næði
hún tilskilinni einkunn á prófinu veitti það aðgang að fjórða bekk. Þær
vinkonurnar að vestan sóttu einkatíma hjá nokkrum kennurum við
skólann og kepptust við lærdóminn.
Prófið var þreytt dagana 11.-24. júní 1926 og voru 16 nemendur
utanskóla. Af þeim var Auður efst með einkunnina 7,25, næstur henni
í þeim hópi var með 6,24 í einkunn. Bekkjarnemendur voru 43 að tölu
og efstur af þeim var Gunnar Thoroddsen með einkunnina 7,40, næst-
ur honum af þeim sem höfðu setið í bekknum var með 7,12 í einkunn.
Þegar í þessari fyrstu lotu skipar Auður sér sess í námsmannahópnum.