Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 132

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 132
130 GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR ANDVARI meðferð háttanna er svipað að segja og val þeirra. Hún er yfirleitt slík, að vandfýsnustu rímnaskáld mættu vera hreykin af. Að sjálfsögðu er hægt, ef vel er leitað, að finna einstöku braglýti, en þau eru mjög fá og óveruleg. (170) Sigurður skýrir ekki þetta sérkennilega hátta-lag Stephans, svo ég tek upp þann þráð. Skoðuð í ljósi inntaks kvæðisins er beiting Stephans á háttum feikilega markviss og í raun órofa hluti af merkingunni. Ég gríp því til efniskynning- ar Sigurðar, sem rekur sögufléttuna aftur til þriggja þjóðsagna, en tvær þeirra eru um Kolbein Grímsson Jöklaraskáld, sem átti kvæðasennu við Kölska (117-34). „Svo var um samið, að hvor, er ekki gæti slegið botn í fyrri hluta hins, skyldi steypast ofan fyrir bjargið og verða á valdi hins þaðan í frá“ (132). Kolbeinn hafði betur þegar Kölski gat ekki botnað nýjan bragarhátt, „dýrt afbrigði Gagaraljóða, sem við hann er kennt og nefnt Kolbeinslag“ (114). Stephani þótti sigurvísan og keppikeflið heldur rislítið; hjá honum vill Kölski koma Kolbeini fyrir kattamef, því hann er vinsælt alþýðuskáld og þau veita íslenskri tungu og menningu mesta viðspymu gegn dönskum áhrifum. „Lýsing Stephans á kvæðasennu þeirra Kölska, tilgangi hennar og lokum, er stórum skáldlegri en þjóðsagnanna“ (146), segir Sigurður, og greinir endur- túlkun Stephans á þjóðsögunni: ... Kolbeinn og Kölski ... eru fulltrúar andstæðra stefna, Kölski niðurrifsaflanna, Kolbeinn þeirra, er varðveita það, sem áunnizt hefur á umliðnum öldum, og leitast jafn- framt við að þoka menningunni lengra áleiðis (147). Hlutverk skáldanna er að kveða kjark í þjóðina og brýna fyrir henni að gefast ekki upp, þótt á móti blási (160). Þau mega ekki gera skáldskapinn að tómri íþrótt, að formlist, því að hugsunin, vitið, skiptir meira máli en búingurinn. Bezt er þó, að hvort tveggja fari saman, þá er skáldskapurinn full- kominn (160). ... Kolbeinslag kveður [Stephan] til þess að gera þjóðinni Ijóst, hvemig hún á að varðveita frelsi sitt, til að sýna henni, hver vopn hún á í þeirri baráttu, þar sem eru tunga hennar og kveðskaparíþrótt (164). Það sem skiptir þó mestu máli er að Kölski í „Kolbeinslagi“ Stephans tapar kvæðasennunni af því hann hefur ekki nýsköpunarmátt Kolbeins, „því skratt- inn og ófrelsið eru helzt jöfn / á óleikni í háttunum nýju“ (III: 96). Þama er kominn lykillinn að háttavali Stephans. Stephan semur rímur að nýjum háttum og gömlum, eftir því sem við á. Hann er að nútímavæða flúraða og stirða rímnahætti með því að skapa sinn eigin liðuga frásöguhátt, líkt og Grímur Thomsen gerði í „Búa rímum“.12 Stephan gætir þess hinsvegar fyllilega að þagga ekki rödd upprunalegu hátt- anna. Eins og fram kemur í greiningu Sigurðar yrkir Stephan mansöngvana, og fyrir munn Kolbeins og Kölska, undir hefðbundnum rímnaháttum, endur- semur mansöng og sigurvísu lokasennunnar undir Kolbeinslagi, en lætur Kolbein líka víkja frá rímnahætti í tveimur vísum (173, 169).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.