Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 42

Andvari - 01.01.2004, Page 42
40 BJÖRG EINARSDÓTTIR ANDVARI áhrifamest í stjómkerfi bæjarins; á fundi þess koma embættismenn til upplýsingar um mál sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Ráðið fer með stjóm fjármála, verklegra framkvæmda og fiestra fyrirtækja bæjarins, ráðningu í helstu stöður og önnur mál sem ekki falla undir aðrar nefndir. Auður Auðuns sat í bæjarráði frá ársbyrjun 1952 og til loka kjörtímabils 1970. Hún hefur sagt það heilmikið starf að vera í bæjarráði en „þar kynnist fólk best málefnum bæjarfélagsins og fær yfirsýn yfir málaflokka.“ Um einstakan málaflokk hefur hún sagt: „I bæjarstjóm voru húsnæðismálin erfiðust.“ Húsnæðismál voru lengi erfið úrlausnar í Reykjavík þrátt fyrir vaxandi fyrirgreiðslu af opinberri hálfu og stórátak með byggingu verkamannabústaða í Vesturbænum á fjórða tug seinustu aldar. Þá komst margur í gott húsnæði á þess tíma mælikvarða og hefði fjölgun íbúa í bænum verið líkt og í öðrum þéttbýlisstöðum, var í raun vel fyrir mörgum séð. En sú mannfjöldasprenging sem varð á stríðsárunum og í kjölfar þeirra, og áður er nefnd, setti jafnvægi á þessu sviði úr skorð- um; íbúðarhúsnæði varð af skomum skammti í bæjarfélaginu. I vand- ræðum sínum flutti fólk inn í braggana jafnóðum og þeir tæmdust af hermönnum. Meirihluti þess húsnæðis var metinn ófullnægjandi til íbúðar enda upphaflega reist til bráðabirgða en þrátt fyrir það munu hafa verið yfir fimm hundruð íbúðir í herskálum þegar flest var. Mörg ár tók að rýma braggana og finna íbúum þeirra annað og betra húsnæði. Voru hermannabraggamir síðan rifnir og þessar leifar frá stríðsárunum eru nú nær algjörlega horfnar. En ekki var einungis um bragga að ræða, fólk hafði í neyð sinni og frekar en vera á götunni þrengt sér inn í hverja smugu sem fyrirfannst. Arið 1946 eru skráðar í notkun 1884 kjallaraíbúðir í Reykjavík og margar þeirra metnar sem heilsuspillandi. Hjá bæjarráði var því brýn þörf á framkvæmdum til úrlausnar í húsnæðismálum. Bæjaryfirvöld stóðu að átaki til að skapa fólki möguleika á að koma sér upp þaki yfir höfuðið; var það gert með bakstuðningi í lögum frá 1946 um opinbera aðstoð við byggingu íbúðarhúsa í kaupstöðum. Arið 1952 var enn, með stoð í lögum, skipulagt lánsframboð til fólks í þéttbýli til byggingar smárra íbúðarhúsa er það reisti að einhverju leyti sjálft með eigin vinnu og fjölskyldunnar. Forgang að þessháttar lánum höfðu barn- margar fjölskyldur, ungt fólk sem stofnaði til hjúskapar og þeir sem bjuggu í heilsuspillandi húsnæði. Reykjavíkurkaupstaður átti mikið land nærtækt og gat því boðið fram leigulóðir. Stutt var við framtakið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.