Andvari - 01.01.2004, Page 42
40
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
áhrifamest í stjómkerfi bæjarins; á fundi þess koma embættismenn til
upplýsingar um mál sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Ráðið fer
með stjóm fjármála, verklegra framkvæmda og fiestra fyrirtækja
bæjarins, ráðningu í helstu stöður og önnur mál sem ekki falla undir
aðrar nefndir. Auður Auðuns sat í bæjarráði frá ársbyrjun 1952 og til
loka kjörtímabils 1970. Hún hefur sagt það heilmikið starf að vera í
bæjarráði en „þar kynnist fólk best málefnum bæjarfélagsins og fær
yfirsýn yfir málaflokka.“ Um einstakan málaflokk hefur hún sagt: „I
bæjarstjóm voru húsnæðismálin erfiðust.“
Húsnæðismál voru lengi erfið úrlausnar í Reykjavík þrátt fyrir
vaxandi fyrirgreiðslu af opinberri hálfu og stórátak með byggingu
verkamannabústaða í Vesturbænum á fjórða tug seinustu aldar. Þá
komst margur í gott húsnæði á þess tíma mælikvarða og hefði fjölgun
íbúa í bænum verið líkt og í öðrum þéttbýlisstöðum, var í raun vel fyrir
mörgum séð. En sú mannfjöldasprenging sem varð á stríðsárunum og
í kjölfar þeirra, og áður er nefnd, setti jafnvægi á þessu sviði úr skorð-
um; íbúðarhúsnæði varð af skomum skammti í bæjarfélaginu. I vand-
ræðum sínum flutti fólk inn í braggana jafnóðum og þeir tæmdust af
hermönnum. Meirihluti þess húsnæðis var metinn ófullnægjandi til
íbúðar enda upphaflega reist til bráðabirgða en þrátt fyrir það munu
hafa verið yfir fimm hundruð íbúðir í herskálum þegar flest var. Mörg
ár tók að rýma braggana og finna íbúum þeirra annað og betra
húsnæði. Voru hermannabraggamir síðan rifnir og þessar leifar frá
stríðsárunum eru nú nær algjörlega horfnar.
En ekki var einungis um bragga að ræða, fólk hafði í neyð sinni og
frekar en vera á götunni þrengt sér inn í hverja smugu sem fyrirfannst.
Arið 1946 eru skráðar í notkun 1884 kjallaraíbúðir í Reykjavík og
margar þeirra metnar sem heilsuspillandi. Hjá bæjarráði var því brýn
þörf á framkvæmdum til úrlausnar í húsnæðismálum. Bæjaryfirvöld
stóðu að átaki til að skapa fólki möguleika á að koma sér upp þaki yfir
höfuðið; var það gert með bakstuðningi í lögum frá 1946 um opinbera
aðstoð við byggingu íbúðarhúsa í kaupstöðum. Arið 1952 var enn, með
stoð í lögum, skipulagt lánsframboð til fólks í þéttbýli til byggingar
smárra íbúðarhúsa er það reisti að einhverju leyti sjálft með eigin
vinnu og fjölskyldunnar. Forgang að þessháttar lánum höfðu barn-
margar fjölskyldur, ungt fólk sem stofnaði til hjúskapar og þeir sem
bjuggu í heilsuspillandi húsnæði. Reykjavíkurkaupstaður átti mikið
land nærtækt og gat því boðið fram leigulóðir. Stutt var við framtakið