Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 152
150
MARION LERNER
ANDVARI
Baldur,/breikkar stirðnað eldasund“.41 Hér er um að ræða kvæði sem snýst
um rannsóknarferð Jónasar um fjallið Skjaldbreið. Það vildi svo til að Jónas
varð viðskila við förunauta sína í þessari ferð og varð því að sofa undir
berum himni eina nótt uppi á Bláskógaheiði. Um þetta segir í lokaerindinu:
„Enda skal ég úti liggja,/engin vættur grandar mér.“ Er það tilviljun að í
kvæðinu sem óbeint er vitnað í er fjallað um ferð út í íslenska náttúru þar sem
hin rómantíska hetja kvíðir engu frá vættunum, þ.e. íbúum ævintýralands-
ins?42
Þegar öllu er á botninn hvolft má segja að Bergur Vigfússon sé hér kominn
langa leið inn í íslenska rómantík og íslenskan bókmenntaarf. Ekki tekst
honum alveg að skýra hvers konar (önnur) ævintýri bíða farfuglanna í þessu
landi. Það er svolítið óljóst hvað hann meinar með ævintýrum sem eiga að
vera „sönn og hrífandi í einfaldleik sínum“. En hann hefur reynt að sýna fram
á að einnig á íslandi, í íslenskri náttúru, búi hinn stórbrotni ævintýraheimur
sem æskan sé að leita að. Hann fullyrðir að ungt fólk þurfi einungis að taka
sig upp og ferðast um landið til að finna þennan heim handan við raunveru-
leikann.
Ævintýri og ferðalög
Stuttu fyrir jól árið 1939 ákváðu farfuglamir Bergur Vigfússon, Hilinar Krist-
jónsson og Anna Ólafsdóttir að ferðast um Kjöl. Þessi ferð er sérlega áhuga-
verð vegna þess að Bergur hefur skrifað lýsingu um hana ári síðar eða 1940.
Við skoðun þessarar ferðalýsingar verður miklu skiljanlegra hvað Bergur átti
við þegar hann tengdi ferðalög og ævintýri svo föstum böndum í grein sinni
í Skinfaxa. Það samhengi sem honum tókst ekki alveg að gera ljóst þar verð-
ur miklu skýrara í þessari ferðalýsingu. Það má næstum því segja að hann
hafi nú sannprófað kenningu sína um ævintýri og ferðalög. Ferðalýsingin
kom þó ekki út á sínum tíma, heldur rúmuin 60 árum síðar eða árið 2002 í
tímaritinu Skildi.43
Lýsingin er afar vel skrifuð, mjög hrífandi og spennandi, á köflum má
kalla hana beinlínis ljóðræna. En allra áhugaverðust er fléttan sem höfundur
býr til úr ferðasögu sinni og ævintýrum eða réttara sagt þjóðsögum.44
Frásögnin hefst á þessum orðum: „Er leið á jólaleyfi í skólum í fyrravetur
barst í tal með okkur nokkrum félögum... að gaman væri að létta sér upp inn
á Kjöl fyrir jólin, fara og dvelja um stund í öræfunum er þau bera svip sagn-
anna er við heyrðum í bernsku okkar. Fylla lungun af svellandi tæru fjalla-
loftinu, njóta fegurðar háfjallanna og seiða inn í hug okkar áhrif frá fomum
sögum og sögnum, þátt úr okkar eigin sögu.“45 Hér kemur skýrt fram að
Bergur skilur sögur og sagnir (þ.e. þjóðsögur) sem hluta af persónulegri sögu