Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 109
ANDVARI
JÓN SIGURÐSSON Á 21. ÖLD
107
Páll Eggert bætir því við að Jón Sigurðsson hafi einmitt verið skrifari bisk-
ups þegar hann sendi þessa álitsgerð frá sér, og fram kemur í bréfi frá bisk-
upi að Jón átti þátt í að semja hana, jafnvel drýgsta þáttinn. Reikningskrafa
Jóns á því sýnilega uppruna sinn í biskupsstofunni í Laugamesi, hvort sem
hún hefur fæðst í kolli biskups eða skrifara hans. Það sýnir glöggt að fjár-
krafa íslendinga á hendur rfkissjóði Dana var langt í frá bragð Jóns til að hafa
áhrif á gang sjálfstæðisbaráttunnar; frá sjónarmiði 19. aldar Islendinga var
hún nauðsynleg forsenda fyrir réttlátum fjárhagsskilnaði.
í frumvarpinu sem ríkisstjóm Dana lagði fyrir þjóðfund íslendinga 1851
var vandamálið sniðgengið með því að halda „hinni lærðu skólamenntun“ á
íslandi fyrir utan það svið sem íslendingar ættu að standa straum af. Einnig
var hafður fyrirvari um hvemig kirkjumálefnum á Islandi yrði síðar skipt upp
með lögum.35 Þannig var haldið opinni leið til að biskupsembætti Islendinga
yrði framvegis á könnu Dana. í næstu tilraun var farin önnur leið. Fjárhags-
nefndin 1861-62 tókst á við tvíþættan vanda sem kæmi upp þegar fjárhagur
Danmerkur og íslands yrði aðskilinn. Annars vegar var fyrirsjáanlegur halli
á fjárhag íslensks landsjóðs, yrði hann skilinn frá ríkissjóði Dana; talsmenn
ástandskröfu í fjárhagsnefndinni, Oddgeir Stephensen og A.F. Tscheming,
mátu hann um 17.000 rd. á ári að meðaltali. Hins vegar var talið nauðsynlegt
að hækka laun og eftirlaun íslenskra embættismanna, launin um 5.000 rd. og
eftirlaunin um 7.500, reiknuðu þeir. Þannig komust ástandskröfumenn að
þeirri niðurstöðu að ríkissjóður yrði að greiða íslendingum 29.500 rd. fast
framlag á ári. Þar að auki lögðu þeir til bráðabirgðaframlag, 12.500 rd. fyrstu
tíu árin sem síðan færi lækkandi um 500 rd. á ári, og ætluðu það til að bæta
samgöngur og opinberar byggingar í landinu, ennfremur til að „bæta úr og
koma í veg fyrir hallæri sökum einkennilegs ásigkomulags landsins og
merkilegra náttúruviðburða“.36 Oddgeir og Tscheming efuðust samt ekki um
réttmæti endurgreiðslukröfunnar; til þess að mæta fyrirfram mótbárum þeirra
sem teldu tillögur þeirra of háar sögðu þeir: „Kröfunum um endurgjald fyrir
Skálholts- og Hólastóls-jarðir og tillag það á ári hverju, sem skólanum hefir
verið ætlað, alls 10.800 rd„ verður að vorri hyggju varla neitað.“37
Þeir tveir nefndarmenn sem minnst vildu greiða úr ríkissjóði til Islands,
Danirnir V.J. Bjerring og V.R. Nutzhorn, sögðust vera:
eigi heldur fjarlagir því að stinga upp á, að Islandi verði veitt fast árlegt uppbótarfé,
er samsvari vöxtunum af söluverði því, er fyrrum hefir runnið í ríkissjóðinn fyrir
hinar ýmislegu seldu fasteignir og tíundir, m.m. á Islandi, er sumpart hafa verið eign
krónunnar, en sumpart hafa verið lagðar til skólanna í Skálholti og á Hólum. Þegar
menn ætla sér að láta Island sjálft bera kostnað þann, er skólamálefni landsins hafa í
för með sér, án nokkurs tillags úr sjóði konungsríkisins, þá virðist einnig sanngjamt,
að Iandið í hinu fasta árlega tillagi, er nú var nefnt, fái uppbót fyrir söluverð það, er