Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 38
36
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
Foreldrar Auðar fluttust til Reykjavíkur árið 1947 og héldu heimili
þar. Jón Auðunn hóf störf fyrir Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda
og sinnti því til hinsta dags í júní 1953; ári áður lést Ami yngri sonur
þeirra hjóna á ísafirði. Eftir lát eiginmanns síns fluttist Margrét Guðrún
á heimili dóttur sinnar og tengdasonar við Ægissíðuna þar sem hún var
samtíða bamabömunum og sá þau vaxa úr grasi. Hin aldna heiðurskona
bjó að góðu heilsufari og vissulega hefur það verið Auði dóttur hennar
mikill styrkur, í sínu erilsama starfi, að vita móður sína heima við vegna
bamanna. Margrét Guðrún lést níræð að aldri vorið 1963.
Hermann, eiginmaður Auðar, öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir
hæstarétti 1949 og fékkst við málflutning um skeið; en aðalstarf hans var
við embætti tollstjórans í Reykjavík og lögfræðileg málefni er snertu það
embætti. Hermann lést haustið 1969; höfðu þau Auður slitið samvistum.
Augljóst má vera að Auður Auðuns hafði margvíslegum störfum að
gegna heima og heiman og hefur reynt á skipulagshæfni hennar, þrek og
dugnað að samræma heimilishald og bamauppeldi og skyldur í stjóm-
málastarfi. Til em frásagnir af því hversu lagin hún var að nýta tíma sinn
og stopular stundir. Auður var ekki sjálf bifreiðarstjóri en fór ferða sinna
með strætisvögnum, nema þegar einkaakstur fylgdi þeim póstum er hún
gegndi. Merkur stjómmálamaður á síðari tíma, sem þekkti af eigin raun
annríkið og erilinn í borgarstjómarmálum - setur sér fyrir sjónir
umfangsmikil störf Auðar og hvemig hún hafi náð að samtvinna verk-
efni innan heimilis og utan - segir í minningu hennar: „Mér er til efs að
margir myndu leika þetta eftir Auði Auðuns nú til dags.“ I viðtali við
Auði, sem tekið var þegar hún gegndi starfi ráðherra, var spurt hvemig
hún hefði leyst sígilt vandamál kvenna að samrýma áhugamál utan
heimilis og innan. Auður segir störf sín utan heimilis löngum þannig að
hún var yfirleitt ekki að heiman nema hluta úr degi. Meðan böm henn-
ar vom ung hélt hún oftast stúlkur til aðstoðar við heimilishaldið og hafi
því verið tiltölulega auðvelt að samrýma það störfum út á við, en bætir
við: „Nú er öldin önnur, og ég dáist sannarlega að dugnaði ungu
mæðranna í dag, sem vinna fullt starf án aðstoðar heima fyrir.“
Forseti bœjarstjórnar
Af bújörðinni Reykjavík í Seltjamameshreppi fer litlum sögum í
nokkrar aldir ef frá eru talin um tvö hundruð fyrstu árin frá landnámi.