Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 49
ANDVARI
AUÐUR AUÐUNS
47
Samandregið í stórum dráttum mætti segja að viðfangsefni fræðslu-
ráðs umrætt tímabil hafi verið: að stuðla að nýju skólahúsnæði eða
finna kennslurými til bráðabirgða; meta kennaraþörf með tilliti til
nemendafjölda; manna skólana kennurum og öðru starfsliði; semja um
starfskjör, útgáfu kennslubóka og kennslutækja; fá fagfólk á fundi
ráðsins til ráðuneytis um innviði skólastarfsins.
Otalinn er einn veigamikill þáttur. Borgarbúar hefðu átt í fá hús að
venda með fjölbreytt tómstundastarf sitt, námskeiðahald og tónlistarlíf
ef ekki hefði verið skilningi að mæta hjá fræðsluráði og það veitt
ómælda aðstöðu til þeirra hluta í tiltæku skólahúsnæði. Og ekki má
gleyma gistiþjónustu í skólunum, þar var skotið skjólshúsi í stórum stíl
yfir innlenda og erlenda gesti borgarbúa hópum saman vegna söng-
móta, skákkeppna og skátaflokka, svo eitthvað sé nefnt.
F>'amfœrslumál ogfleira
Auður Auðuns var kjörin í framfærslunefnd Reykjavíkurbæjar í byrj-
un árs 1954, við upphaf þriðja kjörtímabils síns og starfaði hún í
nefndinni til febrúarmánaðar 1961; var þá valin ný nefnd en Auður tók
ekki sæti í henni. Sú nefnd var við lýði til ársloka 1967 er nýstofnað
félagsmálaráð tók við verkefnum hennar. Framfærslunefnd hét áður
fátækranefnd og var elsta nefnd í borgarkerfinu, stofnuð 1846 og
annaðist framfærslumálin að kalla má, að breyttu breytanda, óslitið til
ársins 1967. íslensku hreppamir voru landfræðileg eining og höfðu
meðal annars félagslegu hlutverki að gegna allt aftur til þjóðveldislaga
(Grágásar), annars vegar samtryggingu þegar áföll steðjuðu að og hins
Vegar fátækraframfærslu. Öldum saman var ráða leitað til að verjast
sveitarþyngslum og fóru stjórnendur Reykjavrkurkaupstaðar ekki
varhluta af því. Með löggjöf um fátækramál 1905 hófst þróun fram á
Vlð, enn frekar með framfærslulögum 1935 og verulegt stökk varð með
lögum um almannatryggingar um og upp úr 1940.
Félagsmálaþjónustu bæjarins var skipt milli margra nefnda og
miðuð við einstaklinginn og vandamál hans af ýmsum toga en ekki
amhverfi hans og fjölskyldu sem heild. Fyrir borgarstjórnarkosn-
mgarnar 1962 kynntu sjálfstæðismenn breyttar áherslur á félags-
Þjónustu í sérstökum kafla í kosningastefnuskrá sinni. Kjarni máls var
að styðja fólk, af fremsta megni, til að standa á eigin fótum og
somuleiðis að gera öldruðum, með stuðningi, kleift að dvelja á eigin
oeimili eins lengi og geta leyfði og óskir voru um. Félagsmálaráð, sem