Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 128
126
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
ANDVARI
Sviðið allt er sandroks-ský.
Sjón mín er ei skýrri
En það, að missa áttir í
Eyðimörku nýrri.5
Skilningur Stephans á kvæði Eliots átti þó verulega eftir að skerpast. í bréfi
til Jakobínu Johnson, 23. okt. 1924, lýsir hann í hnotskum veigamiklu stefi í
„Landauðna-landi“ þegar hann segir, „svona fer allt, á sinn hátt eins og trúar-
játningamar, verður trúlaus venju-jarmur, þetta sem postulinn nefndi „ský
fyrir utan regn“. Eitthvert nýjabrum sprettur upp, verður venja, margstögluð
og líflaus, þeim einum til bóta sem þora að brjóta hana“ (3: 177). Stephan
nafngreinir þó ekki þennan „postula“ sem var að brjóta af sér margstaglað
„venju-jarmur“, eins og hann hafði sjálfur gert á árum áður, en tilgreinir hann
þó með vísun sinni í orðin „thunder without rain“ í lokakafla „The Waste
Land“. I framhaldi af þessu fer Stephan að velta fyrir sér menningarlegri
hnignun, sem er áleitið leiðarstef í „Landauðna-landi“.
Það er þó ekki rímleysi Eliots sem Stephan setur fyrir sig, ef marka má
„Lausavísur“ sem hann orti þetta sama ár, 1924. I einni vísu finnur hann að
því að Ijóðið sé meira að listrænum ytri búnaði en inntaki: „Þeir yrkja upp
auðnimar bara / orðsins skapara hönd, / fæddir til þess að fara / eldi um
andans lönd“.6 I fyrri hluta næstu vísu setur hann hinsvegar út á bölsýni,
uppgjafartón og sjálfsvorkunn, en hrósar samt af tregðu: „Hvað mér leiðast
ljóð, / leikin öll á kveini, / eintóm hríða hljóð, / hrygluköst með veini - /
gremjulega góð“ (III: 384). I seinni hlutanum útskýrir Stephan að hann kunni
betur að meta ljóð sem velta sér ekki upp úr eigin örvæntingu og sjálfsvor-
kunn, heldur miðla orku á gefandi og uppbyggjandi hátt með því að veita
hvatningu og sýna samhygð með öðrum.
Stephan virðist þó hafa á endanum sannfærst um að r kveðskap eins og
„Landauðna-landi“ lægi vaxtarbroddur ljóðsins á tuttugustu öld. Hann kom
þessu „gremjulega góð[a]“ ljóði þangað sem hann taldi þurfa þegar hann
sendi kvæðið til Jóhannesar P. Pálssonar læknis, sem fór frá íslandi á bams-
aldri (3:197). Jóhannes sýndi táknsæileg tilþrif í leikritum sem hann bar
undir Stephan, auk þess að birta smásögur. Stephan taldi hann lofa góðu og
hefur hugsanlega viljað reyna að freista Jóhannesar að spreyta sig á nútíma-
legri ljóðagerð, úr því að íslensku hefðinni virtist borgið meðal íslenskra
afkomenda vestanhafs, eins og hjá Guttormi J. Guttormssyni.
III. „fel ei lýsigullið góða “
Eins og kemur fram í Landnemanum mikla tók Stephan strax í upphafi að sér
hlutverk þjóðskáldsins, sem flutti brottflúna þjóðbrotinu drápur á helstu tylli-