Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 136
134
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
ANDVARI
Auk þessa orti Stephan söguljóð sem voru byggð á eða samsoðin úr raun-
sönnum atburðum, eins og „Vöpnahlé“, „Á ferð og flugi“ og bréfakvæði.
Stephan tók einnig upp sagnaminni sem voru vinsæl í smá- og skáldsög-
um. I Andvökuskáldi bendir Viðar Hreinsson t.d. á minnið um tengsl
„umhverfis og skapgerðar“ sem reka söguhetjuna út í vændi í skáldsögu
Emilés Zola, Nönu (1880), og Maggie, a Girl ofthe Street (1893), eftir Ste-
phen Crane, en efnið þótti „djörf nýjung í bókmenntum Vesturlanda“ (30).
Viðar segir um Stephan og „Á ferð og flugi“:
Hann valdi aðferðir eftir eigin höfði, blandaði saman ferskum natúralisma og hefðbund-
inni rómantík til að birta gagnrýna mynd af örlögum Vestur-íslendinga, og þeim mótun-
aráhrifum sem brutu niður manneskjuna. Stephan kaus að segja harmsögu Ragnheiðar
með fögru myndmáli sem var í andstöðu við þá natúralísku krufningu sem honum þótti
eins og skvetta úr hrákadalli hjá Zola. Yrkisefnið var engu að síður í anda natúralismans
og slík nýjung að íslenskir ritdómarar gátu vart tekið sér það í munn og virtust sneiða hjá
því. (Andvökuskáld 31)
Viðar hrekur þá bábilju um ætlan og úrvinnslu Stephans, einkum á efni úr
íslenskum fornsögum, að hann hafi einungis vikið frá atburðarás og
samhengi þeirra sökum bókaskorts og minnisbrests á æskulestur. Sú skoðun
hefur verið lífseig og sannar líklega best hversu frábrugðin nálgun flestra
íslenskra samtíðarskálda Stephans var á söguefninu. Viðar segir í Landnem-
anum mikla: „Mörg þessara kvæða birta tilþrifamikil hugmyndaátök. ...
Hann vill ekki túlka [sögumar] í fortíðarljóma heldur draga af þeim lærdóma
um það hvemig bæta megi mannlega tilveru" (394). „Glámsaugun“ (1895) er
að mati Viðars „merkileg túlkun ... út frá tilvistarlegu sjónarhorni" og
„margræðni Grettis sögu ... birtist í innri beyg hetjunnar“: „Hér birtist skiln-
ingur Stephans á fallvöltum mannkostum. Menn geta talið sig hafa unnið
sigra á sjálfum sér eða andbyr samtímans en sitja samt uppi með beyg hið
innra“ (395).
Einu gildir þó hvert Stephan sækir efnivið í sameiginlegan sagnaarf; það
sem mestu máli skiptir er í öllum tilvikum að hann velur þekkt minni, sem
endurómar á einhvem hátt í verkinu þegar lesandinn ber kennsl á það, og þar
með kallast túlkun Stephans á við upprunalegu útgáfuna - keppir við hana
um merkingarmiðju, en ber hana þó ekki ofurliði. Hnykki lesanda „Erfða“
(1926) við að fyrirhitta þar Gretti sem íhugar af trega og þroskaðri yfirveg-
un baldin bernskubrek sín og atvikin sem leiddu til útlegðarinnar, í næturvið-
ræðu við móður sína, þá er það hans að meta samhengið á milli frumtextans
og viðauka Stephans, sem opinberar og sálarlíf þeirra beggja sem einstakl-
inga, andstætt fomri sagnahefðinni (IV: 57-66).