Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2004, Side 136

Andvari - 01.01.2004, Side 136
134 GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR ANDVARI Auk þessa orti Stephan söguljóð sem voru byggð á eða samsoðin úr raun- sönnum atburðum, eins og „Vöpnahlé“, „Á ferð og flugi“ og bréfakvæði. Stephan tók einnig upp sagnaminni sem voru vinsæl í smá- og skáldsög- um. I Andvökuskáldi bendir Viðar Hreinsson t.d. á minnið um tengsl „umhverfis og skapgerðar“ sem reka söguhetjuna út í vændi í skáldsögu Emilés Zola, Nönu (1880), og Maggie, a Girl ofthe Street (1893), eftir Ste- phen Crane, en efnið þótti „djörf nýjung í bókmenntum Vesturlanda“ (30). Viðar segir um Stephan og „Á ferð og flugi“: Hann valdi aðferðir eftir eigin höfði, blandaði saman ferskum natúralisma og hefðbund- inni rómantík til að birta gagnrýna mynd af örlögum Vestur-íslendinga, og þeim mótun- aráhrifum sem brutu niður manneskjuna. Stephan kaus að segja harmsögu Ragnheiðar með fögru myndmáli sem var í andstöðu við þá natúralísku krufningu sem honum þótti eins og skvetta úr hrákadalli hjá Zola. Yrkisefnið var engu að síður í anda natúralismans og slík nýjung að íslenskir ritdómarar gátu vart tekið sér það í munn og virtust sneiða hjá því. (Andvökuskáld 31) Viðar hrekur þá bábilju um ætlan og úrvinnslu Stephans, einkum á efni úr íslenskum fornsögum, að hann hafi einungis vikið frá atburðarás og samhengi þeirra sökum bókaskorts og minnisbrests á æskulestur. Sú skoðun hefur verið lífseig og sannar líklega best hversu frábrugðin nálgun flestra íslenskra samtíðarskálda Stephans var á söguefninu. Viðar segir í Landnem- anum mikla: „Mörg þessara kvæða birta tilþrifamikil hugmyndaátök. ... Hann vill ekki túlka [sögumar] í fortíðarljóma heldur draga af þeim lærdóma um það hvemig bæta megi mannlega tilveru" (394). „Glámsaugun“ (1895) er að mati Viðars „merkileg túlkun ... út frá tilvistarlegu sjónarhorni" og „margræðni Grettis sögu ... birtist í innri beyg hetjunnar“: „Hér birtist skiln- ingur Stephans á fallvöltum mannkostum. Menn geta talið sig hafa unnið sigra á sjálfum sér eða andbyr samtímans en sitja samt uppi með beyg hið innra“ (395). Einu gildir þó hvert Stephan sækir efnivið í sameiginlegan sagnaarf; það sem mestu máli skiptir er í öllum tilvikum að hann velur þekkt minni, sem endurómar á einhvem hátt í verkinu þegar lesandinn ber kennsl á það, og þar með kallast túlkun Stephans á við upprunalegu útgáfuna - keppir við hana um merkingarmiðju, en ber hana þó ekki ofurliði. Hnykki lesanda „Erfða“ (1926) við að fyrirhitta þar Gretti sem íhugar af trega og þroskaðri yfirveg- un baldin bernskubrek sín og atvikin sem leiddu til útlegðarinnar, í næturvið- ræðu við móður sína, þá er það hans að meta samhengið á milli frumtextans og viðauka Stephans, sem opinberar og sálarlíf þeirra beggja sem einstakl- inga, andstætt fomri sagnahefðinni (IV: 57-66).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.