Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 113
ANDVARI
JÓN SIGURÐSSON Á 21. ÖLD
111
Guðjón Friðriksson kemur til sögunnar
Á árunum 2002 og 2003 sendi Guðjón Friðriksson frá sér nýja ævisögu Jóns
Sigurðssonar í tveimur bindum og á 1.200 blaðsíðum sléttum. Saga Guðjóns
er þannig litlu meira en hálfdrættingur á við sögu Páls Eggerts í blaðsíðum
talið. Blaðsíður Guðjóns eru talsvert drýgri, en á móti því kemur að rit hans
er myndskreytt verulega, sem bækur Páls Eggerts eru alls ekki.
Guðjón hefur heldur ekki sett sér að komast algerlega framhjá heimilda-
könnun fyrirrennara síns. Hann vísar iðulega til Páls Eggerts um einstakar
staðreyndir, eins og sjálfsagt og eðlilegt er að gera þegar svo rækileg könn-
un hefur verið gerð á heimildum. Á þann hátt fær hið mikla verk Páls Eggerts
framhaldslíf í riti Guðjóns. Framsetningarháttur þeirra er á hinn bóginn svo
ólíkur að hafa má af því nokkra skemmtun. Páll Eggert skrifaði hátíðlegt,
grafalvarlegt mál sem hlýtur að hafa orkað gamaldags og upphafið strax
þegar bækumar komu út. Svo hreint er það af útlendum orðum að höfundur
tekur fram í eftirmála að hann hafi látið haldast óbreytt „orð í orðréttum köfl-
um, sem teknir eru eftir aðra, þótt óviðkunnanleg séu, þýzk-dönskuskotin eða
málleysur hreinar, og jafnvel þó að höfundur þessa rits myndi aldrei láta sjá
slík orð í riti eftir sig eða setningar."51 Guðjón Friðriksson skrifar vissulega
vandaða íslensku sem engin málfarslögregla gæti haft neitt við að athuga. En
mál hans er að mestu leyti á því stóra sviði tungunnar sem getur verið hvort
sem er ritmál eða talmál. Það er aldrei dauðans alvarlegt heldur örlítið kank-
víst, án þess að höfundur slái um sig með fyndni eða tilgerð.
Afstaða höfundanna til efnis síns er líka gróflega ólík. Merki þess má sjá í
eftirmála Páls Eggerts þar sem hann varar sérstaklega við sendibréfum sem
heimildum: „Illmæli, þvaður og rógur vellur, sem hroði, út úr miklu þess
háttar heimilda. Illgirnin er oft svo auðsæ, að hvem mann hlýtur að hrylla
við, þann er les, þótt fótur sé fyrir sumum fréttaburðinum.“52 Guðjón skrifar
að vísu ekkert sem mundi kallað gul pressa á blaðamannamáli. Engu að síður
finnur lesandi glöggt að hann mundi fagna hverri mergjaðri kjaftasögu sem
hann fyndi í heimildum sínum. Páll Eggert er fast bundinn við málefni
sögunnar; langtímum saman er eins og hún gerist varla í rúmi. Guðjón legg-
ur sig fram um að setja frásögn sína á svið, líkt og skáldsögu. Upphafsorð
ævisagnanna geta staðið sem vitnisburðir um ólíkar aðferðir höfunda. Páll
Eggert byrjar svona:
Það mun líklega almennt viðurkennt, að þær bætur og breytingar í þjóðfélagsskipan,
stjómháttum og þjóðlffl, sem íslendingar hafa átt við að búa hina síðari áratugi, hafi
engan veginn komið af sjálfu sér, enga baráttu þurft né viðbúnað. Allar umbætur eru
runnar frá baráttu. Mannlegu eðli er ísköpuð allrík fastheldni við þá aðbúð alla og
skorður, sem venjur hafa tamið mönnum.53