Andvari - 01.01.2004, Page 85
andvari
KRISTUR OG FRAMTÍÐARLANDIÐ
83
í Klettinum (12. ljóði) sem fjallar um afneitun og iðrun Péturs segir loks
að hann hafi iðrast vegna þess að „guðsaugað hafði þá ratað á snöggasta
blettinn.“35 [Leturbreyting HH] Skilja má orðin svo að um auga Krists sé að
ræða og hann hafi því enn á kreppuárunum verið meira en maður að skiln-
ingi Jóhannesar. Hér getur þó líka verið um myndræna vísun að ræða og þá
til samviskubits Péturs vegna svika sinna við manninn Jesúm.
I öllum Ijóðaflokknum er áhersla lögð á mennsku Krists og samstöðu hans
með öðrum mönnum. Dæmi um það er að finna í þriðja síðasta ljóðinu,
Guðlastari, en þar er Kristur ætíð kallaður Maðurinn.36 I næstsíðasta ljóði,
Þrír krossar, er lokum og tilgangsleysi kristsatburðarins (með því er átt við
iíf, starf og boðun Krists) lýst:
Byltingin var fyrir bí.
Baðaðir ljósi á ný
Jórsalir hófu til hæða
hauskúpu stirðnaðra fræða.
Útvalin guðsþjóðin enn
aðhylltist skriftlærða menn.
Lofkesti lýðsins þeir fengu.
Líkin á krossunum héngu.37
Enn ljósara er þó tilgangsleysið í síðasta ljóðinu, Móðirin. Þar segir frá ferð
Maríanna þriggja frá Jerúsalem hinsta sinni. María móðir Jesú verður þar
persónugervingur fyrir mæður allra „...sem rísa og líka hinna sem falla...“
fyrir góðan málstað. Lokaerindi og þar með ályktun alls Ijóðabálksins hljóð-
ar svo:
Hún var ei guðsmóðir, heldur sú fávísa kona,
heilög í anda, sem trúði og vonaði á alla
en pínu og dauða síns ljúflings að launum fékk.38
I Mannssyninum er með öðrum orðum ekki um neina upprisu né páska að
ræða. Þrátt fyrir allt hafði þó eitthvað mikilvægt átt sér stað í kristsatburðin-
um. Eitthvað sem skáldið setur aðeins fram í spumarformi:
Til hvers var himinsins lifandi ljós að kvikna
- loga svo skært, að jörð yrði höfug og frjó?
Barst það úr fjarskanum inn í hinn eyðandi storm
einungis til þess að blakta um stund - og slokkna?
Hversvegna urðu hin litríku blóm að blikna
- bróðemi og líknsemd að týnast í hatur og róg?
Hversvegna voru sannleikans fegurstu form
færð í purpuraskikkjuna blóði stokkna?39