Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 60
58
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
íslenskra kvenna á þing, að nú muni aðeins tvær konur taka sæti á
komandi þingi og hljómar líkt og þeim fækki! Auður svarar spumingu
blaðamanns hvort rétt væri að konur hefðu afskipti af opinberum
málum á þessa leið: „Það segir sig sjálft, að það skýtur skökku við,
þegar konur, sem eru fullur helmingur þjóðarinnar, eiga svo fáa full-
trúa í sveitarstjómum, að ekki sé minnst á Alþingi, þar hefur oft engin
kona átt sæti. Mörg mál, sem um er fjallað á Alþingi og í bæjar- og
sveitarstjórnum, eru þess eðlis, að konur hljóta að hafa betri kunnleika
á þeim og má þar t.d. nefna þau mál, er snerta heimili og börn sérstak-
lega.“ Ragnhildur býr að þingreynslu undanfarins kjörtímabils og svar-
ar blaðamanni svo: „Það eru ekki til nein skynsamleg rök, er mæla
gegn því, að konur láti til sín taka á opinberum vettvangi. Það er mjög
eðlilegt og sjálfsagt að konur sem borgarar í frjálsu þjóðfélagi, láti sig
þjóðmál varða og hafi áhuga á þeim.“ Aratugum síðar þegar Auður, í
tímaritsviðtali, er innt eftir því hvort hún hafi á Alþingi beitt sér fyrir
svokölluðum sérmálum kvenna segir hún einfaldlega: „Ég lét ávallt
málefnin ráða, hvort sem þau voru meira í þágu kvenna en karla, sem
kann að vera álitamál hverju sinni.“ Þessar tvær konur, um skeið einu
konumar á þingi, áttu fyrir höndum langt og farsælt samstarf; hin yngri
sagði um Auði: „Hún var ráðholl og góður vinur.“ Og hin eldri lét svo
ummælt: „Við Ragnhildur áttum mikið samstarf. Maður fann það strax
hvað það var mikils virði að hafa aðra konu til samráðs.“
Aður var getið haustkosninganna 1959 samkvæmt nýrri skipan kjör-
dæma í landinu og kom Auður þá inn á þing sem kjörinn þingmaður
Reykvíkinga. Þegar eftir kosningar hófust viðræður Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks um stjómarmyndun sem lyktaði með því að 20.
nóvember tók við fimmta ráðuneyti Olafs Thors, viðreisnarstjómin,
sem áður var nefnd. Auði voru í fersku minni, frá upphafi þingtíma síns,
langir og strangir fundir bæði í eigin þingflokki og á þingi. Viku af
desember hófst þinghlé sem stóð fram í febrúar og var sá tími notaður
til að undirbúa frumvörp til laga um þau málefni sem stjórnin hugðist
beita sér fyrir. Efnahagsmálin voru meginviðfangsefni stjórnvalda og
var samstaða flokkanna um aðgerðir í þeim grundvöllur samstarfsins
sem að mati Auðar var „gott, heiðarlegt og drengilegt“ þótt hvorugur
flokkanna kæmi öllum sínum málum fram. Almenningur sýndi mikinn
skilning á því að grípa varð til róttækra aðgerða „því málefni lands-
manna voru þá komin í slíkt óefni,“ segir Auður í endurliti til þessa
tíma.