Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 117

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 117
ANDVARI JÓN SIGURÐSSON Á 21. ÖLD 115 Auðvitað er afstaða Guðjóns til söguhetju sinnar gerólík afstöðu Páls Eggerts Ólasonar og lærisveina hans á 20. öld. Þar má nefna að Guðjón segir hiklaust frá því að Jón hafi smitast af sárasótt,66 og hefur líklega orðið fyrst- ur til að ræða það berum orðum á prenti. En Páll Eggert notaði ummæli úr sjálfu bréfinu þar sem Jón segir frá sárasóttarlækningum sínum til þess að tína út úr því setningar sem virtust afsanna orðróminn um kynsjúkdóm sögu- hetjunnar.67 Guðjón á líka til að sýna söguhetju sína sem talsvert metnaðar- gjarna. Honum finnst Jón til dæmis einkennilega neikvæður í garð Svein- bjarnar Hallgrímssonar ritstjóra Þjóðólfs og stingur upp á að Jón hafi kannski óttast að Sveinbjörn skyggði á sig sjálfan.68 Seint hefði Páll Eggert viður- kennt að slíkt hefði hvarflað að sér. Samt er ekki alveg laust við að Guðjón detti ofan í það far Páls Eggerts að ganga út frá því sem gefnu að stefna forsetans hafi alltaf verið bein og þeir sem fylgdu honum ekki hljóti því að hafa beygt af leið. Þannig segir hann, réttilega, að það hafi jaðrað við uppreisn hjá kjósendum Jóns á Gautlöndum í Suður-Þingeyjarsýslu vegna þess að hann var í flokki þeirra á Alþingi 1865 sem vildu taka við frumvarpi stjómarinnar í fjárhagsskilnaðarmálinu, en Jón forseti lagðist gegn því og hafði betur. Um þetta vísar hann í bók mína, Frels- isbaráttu suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum, og bætir svo við: „Hann á eftir að snúast í málinu til að halda þingsæti sínu.“69 Hér tekur Guðjón ekki tillit til þess, sem ég ræði annars staðar í bók minni, að engin ástæða er til að segja að Jón á Gautlöndum eða aðrir minnihlutamenn á Alþingi 1865 hafi snúist í málinu fremur en hinir. Aðstæðurnar sem voru á þingi 1865 komu aldrei upp aftur, og fullteins má segja að Jón forseti hafi snúist. Árið 1865 lagði hann allt kapp á að heimta nýjan þjóðfund, en á næsta Alþingi, 1867, gleymdi hann þjóðfundarhugmyndinni og gekkst fyrir samkomulagi við konungsfulltrúa um stjómskipunarmálið.70 Ævisaga Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Friðriksson er þannig ekki mikil eða nýstárleg stjómmálasaga. Aftur á móti er hún markverð saga lífshátta, bæði hér á íslandi og ekki síður meðal Hafnar-íslendinga. Stundum er eins og Guðjón hafi alveg jafnmikinn áhuga á þeim Islendingum í Höfn sem Jón umgekkst ekki og félögum hans. Ometanleg eru til dæmis tvö bréf frá Islend- ingum sem lýsa uppþoti gegn konungi í Kaupmannahöfn árið 1840, meðan Jón Sigurðsson lá veikur í sárasóttinni. Annað er frá Hafliða Kolbeinssyni refsifanga, hitt frá Sigurði Melsteð guðfræðistúdent.71 Olíkt stjómmálasögu geta lífsháttalýsingar notið sín ágætlega í því annálsformi sem Guðjón hefur valið. Þær gefa þó ekki mikla ástæðu til sagnfræðilegrar umræðu. Framsetn- ingaraðferðir Guðjóns sæta fremur tíðindum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.