Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 117
ANDVARI
JÓN SIGURÐSSON Á 21. ÖLD
115
Auðvitað er afstaða Guðjóns til söguhetju sinnar gerólík afstöðu Páls
Eggerts Ólasonar og lærisveina hans á 20. öld. Þar má nefna að Guðjón segir
hiklaust frá því að Jón hafi smitast af sárasótt,66 og hefur líklega orðið fyrst-
ur til að ræða það berum orðum á prenti. En Páll Eggert notaði ummæli úr
sjálfu bréfinu þar sem Jón segir frá sárasóttarlækningum sínum til þess að
tína út úr því setningar sem virtust afsanna orðróminn um kynsjúkdóm sögu-
hetjunnar.67 Guðjón á líka til að sýna söguhetju sína sem talsvert metnaðar-
gjarna. Honum finnst Jón til dæmis einkennilega neikvæður í garð Svein-
bjarnar Hallgrímssonar ritstjóra Þjóðólfs og stingur upp á að Jón hafi kannski
óttast að Sveinbjörn skyggði á sig sjálfan.68 Seint hefði Páll Eggert viður-
kennt að slíkt hefði hvarflað að sér.
Samt er ekki alveg laust við að Guðjón detti ofan í það far Páls Eggerts að
ganga út frá því sem gefnu að stefna forsetans hafi alltaf verið bein og þeir
sem fylgdu honum ekki hljóti því að hafa beygt af leið. Þannig segir hann,
réttilega, að það hafi jaðrað við uppreisn hjá kjósendum Jóns á Gautlöndum
í Suður-Þingeyjarsýslu vegna þess að hann var í flokki þeirra á Alþingi 1865
sem vildu taka við frumvarpi stjómarinnar í fjárhagsskilnaðarmálinu, en Jón
forseti lagðist gegn því og hafði betur. Um þetta vísar hann í bók mína, Frels-
isbaráttu suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum, og bætir svo við: „Hann á
eftir að snúast í málinu til að halda þingsæti sínu.“69 Hér tekur Guðjón ekki
tillit til þess, sem ég ræði annars staðar í bók minni, að engin ástæða er til að
segja að Jón á Gautlöndum eða aðrir minnihlutamenn á Alþingi 1865 hafi
snúist í málinu fremur en hinir. Aðstæðurnar sem voru á þingi 1865 komu
aldrei upp aftur, og fullteins má segja að Jón forseti hafi snúist. Árið 1865
lagði hann allt kapp á að heimta nýjan þjóðfund, en á næsta Alþingi, 1867,
gleymdi hann þjóðfundarhugmyndinni og gekkst fyrir samkomulagi við
konungsfulltrúa um stjómskipunarmálið.70
Ævisaga Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Friðriksson er þannig ekki mikil
eða nýstárleg stjómmálasaga. Aftur á móti er hún markverð saga lífshátta,
bæði hér á íslandi og ekki síður meðal Hafnar-íslendinga. Stundum er eins
og Guðjón hafi alveg jafnmikinn áhuga á þeim Islendingum í Höfn sem Jón
umgekkst ekki og félögum hans. Ometanleg eru til dæmis tvö bréf frá Islend-
ingum sem lýsa uppþoti gegn konungi í Kaupmannahöfn árið 1840, meðan
Jón Sigurðsson lá veikur í sárasóttinni. Annað er frá Hafliða Kolbeinssyni
refsifanga, hitt frá Sigurði Melsteð guðfræðistúdent.71 Olíkt stjómmálasögu
geta lífsháttalýsingar notið sín ágætlega í því annálsformi sem Guðjón hefur
valið. Þær gefa þó ekki mikla ástæðu til sagnfræðilegrar umræðu. Framsetn-
ingaraðferðir Guðjóns sæta fremur tíðindum.