Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 65
andvari
AUÐUR AUÐUNS
63
ræðu, og ég skora á hann að hrekja það, sem hann telur að þar hafi
verið ranghermt.“ Annar þingmaðurinn í minnihluta heilbrigðis- og
félagsmálanefndar efri deildar tók að útskýra tilekið atriði í jafnlauna-
samþykkt ILO. Auður taldi vera um augljósan misskilning að ræða hjá
honum og sagði: „ ... það er svo fráleitt, að ég er satt að segja undrandi
á háttvirtum þingmanni að halda slíkri firru fram.“
Spyrja má hvers vegna öll þessi orðræða hafi átt sér stað um málefni
sem í grunninn allir voru sammála um. Á það ber að líta að í pólitísku
samhengi inni á Alþingi skiptast menn í lið, meirihluta og minnihluta
°g hvorugur vill láta mótaðilann standa með pálmann í höndunum og
leitar raka til þess. í því tilfelli sem hér um ræðir hefur sennilega komið
óþægilega við þingmenn minnihlutans að með fullgildingu jafnlauna-
samþykktar ILO fylgdu þau skilyrði að útfæra inntak hennar, jöfn laun
kynjanna - í því efni hafði lítið verið aðhafst, síðan sú samþykkt var
fullgilt, sem skilaði árangri og gætti réttlætingar á athafnaleysinu í
ræðum þingmanna er í hlut áttu. Þetta mál er rakið hér vegna þess að
það gefur hugmynd um málatilbúnaðinn á þingi þegar skerst í odda
með fylkingum.
Auður Auðuns var oftast framsögumaður álita þeirra nefnda sem hún
sat í og verður lauslega getið fáeinna mála þar sem hún kom við sögu
með þeim hætti. Augljóst er að bak við nefndarálit er oft drjúg vinna í
uefnd. Árið 1959 flutti Auður, að beiðni Kvenfélagasambands íslands,
frumvarp um orlof húsmæðra og varð það að lögum vorið 1960. Frum-
yarp um jöfnunarsjóð sveitarfélaga kom sama vor frá neðri deild og
yarð að lögum frá Alþingi. Lög um breytingar á sveitarstjómarlögum
voru í endurskoðun um þetta leyti og þar var Auður á heimavelli. Á
þessum árum voru meðal annars sett lög um margháttuð málefni sem
varða sveitarfélögin í góðu samráði við Samband íslenskra sveitarfé-
}aga. Lánasjóður íslenskra námsmanna þurfti breytinga við vegna geng-
isbreytinganna 1960, hækka varð verulega fjárveitingu til styrkja og
námslána. Ráðherra sá ástæðu til að þakka þingmönnum skjóta og góða
afgreiðslu þessa aðkallandi málefnis en rúmlega 800 íslenskir nemend-
Ur voru þá við nám erlendis. Frumvörp stjómar um Listasafn Islands og
Ffæðslumyndasafn ríkisins komu til umræðu og afgreiðslu og var veru-
*eg vinna í nefndum um þau málefni; sama á við um þjóðminjalög 1968
°g jög um Handritastofnun íslands sama ár.
Aður er fram komið að Auður hafði sérhæft sig sem lögfræðingur í
sifjaréttarmálum. í marslok 1960 var tekið til umræðu í efri deild frum-