Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 74
72
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
seinasta opinbera starfið sem hún var skipuð til að gegna. Aftur á móti
voru henni falin verkefni af opinberri hálfu á erlendum vettvangi bæði
áður og eftir að hún sagði formlega skilið við stjómmálin. Fyrr er nefnt
starf hennar í áratugi í sifjalaganefnd sem er í norrænu samstarfi og var
Auður í íslenska hluta nefndarinnar ásamt tveimur öðrum landa sinna
og kom til funda bæði hér og erlendis í því starfi. Auður var í KRFÍ frá
árinu 1938 og til æviloka og lengst af virk þar, verður hér á eftir vikið
frekar að því. Ekki gat nokkrum blandast hugur um að þar sem
Auður Auðuns var fór kvenréttindasinni. Hennar eigið mennta- og
starfsval var gleggst vitni þess svo og málefnaleg afstaða hennar í
tímans rás.
Auður var í sendinefnd Islands á þingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
haustið 1967 og starfaði þar í Kvenréttindanefnd SÞ, oft einnig kölluð
Kvennanefnd, sem stofnuð var 1946. í þeirri nefnd eru fulltrúar 32
ríkja sem Efnahags- og félagsmálaráðið (ECOSOC) kýs til fjögurra ára
í senn. Kvennanefndin fundar tvisvar á ári þrjár vikur í hvert sinn og
eiga rétt til setu á fundum nefndarinnar áheymarfulltrúar sem aðildar-
ríki SÞ tilnefna. Eftir þeirri leið kom Auður inn á fundi Kvennanefnd-
arinnar. Markmið starfsins hefur verið að uppræta allt misrétti sem
kveðið er á um í lögum og að konur fái í reynd notið þess réttar sem
þeim er tryggður í löggjöf; enn fremur jafns réttar á við karlmenn á
sviði félagsmála, efnahagsmála og stjómmála. Gæta ber þess að hjá SÞ
ber að hafa heimsmynd í huga, því þótt upphaflega hefðu þjóðir í SÞ
verið rúmlega 50 voru þegar þama var komið sögu þátttökulöndin
orðin tæplega 150. Vikurnar sem Auður sat fundi Kvennanefndarinnar
var samþykkt yfirlýsingin um afnám misréttis gagnvart konum. Á fundi
Allsherjarþingsins 7. nóvember 1967 var yfirlýsingin samþykkt ein-
róma sem markmið SÞ og aðildarríkjunum gert að taka upp í löggjöf
atriði því til framdráttar - í hnotskum skilgreint: Frá lögum til reyndar.
Yfirlýsingin er í 11 greinum, að efni til allar sjálfsagðar nútímafólki á
Islandi, en það tók fjögurra ára umræður hjá Kvennanefndinni og Alls-
herjarþinginu áður en unnt var að taka yfirlýsinguna til afgreiðslu. Þetta
var tímamótagerningur og fundirnir sem Auður sat, hjá Kvennanefnd-
inni og Allsherjarþinginu, sögulegir.
Því má bæta við að sáttmálar sem Kvennanefndin gerði tillögu um
til Allsherjarþingsins voru: 1) Sáttmáli um stjómmálaréttindi kvenna,
árið 1952, 2) Sáttmáli um ríkisfang giftra kvenna, árið 1957; öðluðust
þeir gildi hjá SÞ. Að efni til eru sáttmálamir hliðstæðir mörgum grein-