Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 131
ANDVARI
STEPHAN G. OG MÓDERNISMINN
129
Vissulega eru einnig kvæði þar sem riðluð setningaskipan og annað í
málbeitingu Stephans er gordíonshnútur sem þarf að leysa áður en tekist er á
við að ráða í tengsl táknmynda og hugmynda, sem getur verið álíka sterta-
benda. Stephan lofsyngur nýsköpunarmátt tortímingarafla náttúrunnar í
„Sléttueldinum“ (1893), þar sem eyðingarafl eldsins brennir visna sinuna og
léttir á nýgræðingi, en lofsyngur endumýjunar- og byltingarmátt ljóðlistar-
innar í „Læknum“ (ódags.), þar sem „feiminn“ lækur „kveður“ sig „svo stór-
an“ í vorhlákum að hann verður að miklum fossi sem umbyltir öllu og ryður
sér nýja farvegi, en dreifir þá um leið fræjum á svæði þar sem áður var land-
auðn (I: 346-49). Þessi nýsköpunarmáttur tekur einnig til málnotkunar Steph-
ans, sem teygir málið, tuskar og hnýtir, þegar það á við.
IV. „ reyndu máttinn stuðla þinna! “
Stephan velur einnig hætti sem hæfa efni og hugblæ hverju sinni, og skiptir
iðulega, jafnvel ört, um hátt innan sama kvæðis, eftir því sem við á. Engin
ljóð í óbundnu máli hef ég rekist á í Andvökum Stephans, heldur eru þau öll
bundin í einhvem hátt, foman eða nýjan, erlendan eða íslenskan, hefðbund-
inn eða heimatilbúinn, reglulegan eða óreglulegan. Fjölbreytileikinn í þeim
háttum sem Stephan bregður fyrir sig er ótrúlegur, og vel getur verið að
ánægjan og ögrunin við að halda hætti af hátt-vísi, eða víkja frá honum,
markvisst og af hátt-prýði, hafi átt einhvem þátt í fastheldni hans á bundna
bragarhætti.
í ritgerð um „Kolbeinslag“ (1913;III: 73-98) sem kom út árið 1961 grein-
ir Sigurður V. Friðþjófsson 25 rímnabragarhætti í því kvæði einu, „og eru
sumir þeirra mjög dýrir“.n Sigurður bendir þó á skringilegt misræmi hjá
þessum meistara rímnabragarhátta, sem er að Stephan skiptir kvæðinu upp í
7 rímur, þar sem hver um sig hefst með mansöng í rímnahætti: „Meginhluti
kvæðisins, eða samtals 80 erindi [af 145], eru þó undir sama bragarhætti, sem
er ekki rímnaháttur“ (169). Sigurður útskýrir:
Þótt Stephan kalli kvæðishlutana rímur, er það raunverulega rangnefni. í fyrsta lagi eru
sumir þeirra alls ekki undir rímnaháttum.... í öðru lagi notar skáldið marga hætti innan
sömu rímu, en í hinum hefðbundnu íslenzku rímum var hver ríma sér um hátt, þótt
einstakar vísur innan þeirra væru stundum kveðnar undir dýrari afbrigðum háttarins en
meginríman. (170)
Þrátt fyrir að Stephan haldi ekki rímnaháttum er mat Sigurðar eftirfarandi:
Stephani skeikar hvergi í háttavali. Þeir falla alltaf mjög vel að efninu, og sums staðar
notar hann snilldarlega ólíka bragarhætti til að magna áhrif þáttaskipta efnisins. ... Um