Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 129
ANDVARI
STEPHAN O. OG MÓDERNISMINN
127
dögum, hvatti til dáða og sagði til syndanna. í fyrstu reið þó mest á að skáld-
ið gæti stappað stálinu í sjálfan sig og aðra sem börðust við að ná fótfestu og
framgangi í óbyggðum Vesturheims, og án efa er rétt hjá Viðari að hetjuleg
viðhorf í kvæðum Hannesar Hafsteins í Verðandi (1882) hafi kveikt í Steph-
ani.7 En í greinunum „Self-Reliance“ (1841) og „The Poet“ (1844) sýndi
Emerson með hvaða hætti slík djörfung getur orðið að sjálfsprottinni sann-
færingu.
I „Self-Reliance“ gagnrýndi Emerson landsmenn sína fyrir að hafa ekki
náð sjálfstæði nema í orði og benti á að Evrópa væri enn vitundarmiðja og
menningarlegt viðmið Bandaríkjamanna.8 Að mati Emersons hlaut menning-
arlegt sjálfstæði að þurfa að eiga upptök sín í sjálfsvitund sérhvers einstakl-
ings, sem sé einstakur, og verði að breyta eftir eigin siðvitund ef hann ætli sér
að teljast sannur maður. Hann eigi að veita viðteknum gildum andspymu í
stað þess að láta teymast áfram af þægð við gamlar hefðir, lærðan sannleik
eða hegðun, og dauðar stofnanir, eins og hjörð rekin áfram af almenningsálit-
inu. Emerson gerir ekkert lítið úr mótblæstrinum sem hlýst af því að rekast
ekki með hjörðinni, en segir mikilmenni álíta sig engum manni óæðri, enda
sé sjálfið í eðli sínu guðlegt. í Landnemanum mikla getur Viðar Hreinsson
þess að Friedrich Nietzsche hafi heillast af boðskap Emersons um mikil-
mennið (273).
Vitund sem ekki hefur fundið sér orðastað er ekki full vitund, að mati
Emersons í „The Poet“.9 Ljóðskáldið er nauðsynlegur talsmaður og túlkandi
sjálfsvitundar fjöldans, sem er orðvana en ber kennsl á óljósar hugsanir og
tilfinningar sínar í orðum Skáldsins. Skáldið stendur heilsteypt meðal ófull-
gerðra einstaklinga og minnir á sameiginleg auðæfi. Emerson kallar eftir
hugumdjörfu skáldi, því enn eigi Bandaríkin ekki sjálfsprottinn kveðskap
sem lofsyngi bandarískan veruleika - hrjúfan, hrikalegan, margbreytilegan -
á eigin forsendum, en með innsýn í að þar haldi karnival guðanna í kvæðum
Hómers ótrautt áfram.
Walt Whitman kom fram sem það þjóðskáld sem Emerson lýsti eftir, með
Ijóðabókinni Leaves ofGrass (1855-1892). Bókin breyttist með hverri endur-
útgáfu, óx líkt og strá af strái, og skiptist í efnisbálka en ekki í tímaröð, svip-
að Andvökum Stephans. Whitman kynnir stefnuskrá sína og margslungna
táknmerkingu bókartitilsins „Leaves of Grass“ í „Söngnum um sjálfan mig“,
þar sem hann lofsyngur m.a. fengið frelsi Bandaríkjanna og þá lýðræðishug-
sjón að allir menn séu jafnir að verðleikum, eins og gras vallarins, en Whit-
man segist vera talsmaður alls sem er bælt og þaggað.10 Grasið, sem fellur að
moldu en sprettur svo upp aftur, er líka tákn endalausrar endumýjunar og
Whitman staðhæfir að orð hans muni fyrr eða síðar geta af sér nýja lífssýn
með lesendunum. Samúð Stephans með lítilmagnanum dregur dám af sjálf-
stæðri túlkun Whitmans á Emerson, og ekki er ólíklegt að Stephan hafi vilj-