Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Síða 129

Andvari - 01.01.2004, Síða 129
ANDVARI STEPHAN O. OG MÓDERNISMINN 127 dögum, hvatti til dáða og sagði til syndanna. í fyrstu reið þó mest á að skáld- ið gæti stappað stálinu í sjálfan sig og aðra sem börðust við að ná fótfestu og framgangi í óbyggðum Vesturheims, og án efa er rétt hjá Viðari að hetjuleg viðhorf í kvæðum Hannesar Hafsteins í Verðandi (1882) hafi kveikt í Steph- ani.7 En í greinunum „Self-Reliance“ (1841) og „The Poet“ (1844) sýndi Emerson með hvaða hætti slík djörfung getur orðið að sjálfsprottinni sann- færingu. I „Self-Reliance“ gagnrýndi Emerson landsmenn sína fyrir að hafa ekki náð sjálfstæði nema í orði og benti á að Evrópa væri enn vitundarmiðja og menningarlegt viðmið Bandaríkjamanna.8 Að mati Emersons hlaut menning- arlegt sjálfstæði að þurfa að eiga upptök sín í sjálfsvitund sérhvers einstakl- ings, sem sé einstakur, og verði að breyta eftir eigin siðvitund ef hann ætli sér að teljast sannur maður. Hann eigi að veita viðteknum gildum andspymu í stað þess að láta teymast áfram af þægð við gamlar hefðir, lærðan sannleik eða hegðun, og dauðar stofnanir, eins og hjörð rekin áfram af almenningsálit- inu. Emerson gerir ekkert lítið úr mótblæstrinum sem hlýst af því að rekast ekki með hjörðinni, en segir mikilmenni álíta sig engum manni óæðri, enda sé sjálfið í eðli sínu guðlegt. í Landnemanum mikla getur Viðar Hreinsson þess að Friedrich Nietzsche hafi heillast af boðskap Emersons um mikil- mennið (273). Vitund sem ekki hefur fundið sér orðastað er ekki full vitund, að mati Emersons í „The Poet“.9 Ljóðskáldið er nauðsynlegur talsmaður og túlkandi sjálfsvitundar fjöldans, sem er orðvana en ber kennsl á óljósar hugsanir og tilfinningar sínar í orðum Skáldsins. Skáldið stendur heilsteypt meðal ófull- gerðra einstaklinga og minnir á sameiginleg auðæfi. Emerson kallar eftir hugumdjörfu skáldi, því enn eigi Bandaríkin ekki sjálfsprottinn kveðskap sem lofsyngi bandarískan veruleika - hrjúfan, hrikalegan, margbreytilegan - á eigin forsendum, en með innsýn í að þar haldi karnival guðanna í kvæðum Hómers ótrautt áfram. Walt Whitman kom fram sem það þjóðskáld sem Emerson lýsti eftir, með Ijóðabókinni Leaves ofGrass (1855-1892). Bókin breyttist með hverri endur- útgáfu, óx líkt og strá af strái, og skiptist í efnisbálka en ekki í tímaröð, svip- að Andvökum Stephans. Whitman kynnir stefnuskrá sína og margslungna táknmerkingu bókartitilsins „Leaves of Grass“ í „Söngnum um sjálfan mig“, þar sem hann lofsyngur m.a. fengið frelsi Bandaríkjanna og þá lýðræðishug- sjón að allir menn séu jafnir að verðleikum, eins og gras vallarins, en Whit- man segist vera talsmaður alls sem er bælt og þaggað.10 Grasið, sem fellur að moldu en sprettur svo upp aftur, er líka tákn endalausrar endumýjunar og Whitman staðhæfir að orð hans muni fyrr eða síðar geta af sér nýja lífssýn með lesendunum. Samúð Stephans með lítilmagnanum dregur dám af sjálf- stæðri túlkun Whitmans á Emerson, og ekki er ólíklegt að Stephan hafi vilj-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.