Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 36

Andvari - 01.01.2004, Page 36
34 BJÖRG EINARSDÓTTIR ANDVARI Prófkjörið leiddi til það mikillar endumýjunar á bæjarfulltrúum flokksins að aðeins þrír af átta fulltrúum sem kjörnir voru höfðu verið áður, þeir Bjarni Benediktsson borgarstjóri, Guðmundur Asbjörnsson kaupmaður og Gunnar Thoroddsen prófessor. Auður Auðuns hlaut þriðja sæti á listanum í prófkjörinu og Gunnar, hennar gamli skóla- bróðir úr mennta- og háskóla, fimmta sæti. Nýir auk hennar voru Sigurður Sigurðsson síðar landlæknir, Hallgrímur Benediktsson stór- kaupmaður, Friðrik Ólafsson skólastjóri Stýrimannaskólans og Jóhann Hafstein, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna, sem skipaði áttunda sæti listans, baráttusætið. Framboðslistinn var birtur í Morgunblaðinu 30. desember 1945 eftir að hann hafði verið samþykktur á fulltrúaráðsfundi flokksfélaganna í bænum kvöldið áður. Kosningadagurinn var sunnudagurinn 27. janúar 1946 og því tæpar fjórar vikur sem sjálf kosningabaráttan stóð, en í minni margra var það hörð hríð. Auður hefur sjálf sagt að miklu hafi ráðið að hún tók sæti á prófkjörslistanum þegar hinn mikli eldhugi María Maack lagði fast að henni, svo og Guðrún Jónasson kaupmaður sem var að hverfa úr bæjarstjóm eftir 18 ára setu þar og bjó að mikilli reynslu. Aðstæður Auðar heima fyrir voru þær að auk umsjár með heimili átti hún tvo unga drengi, þriggja og sex ára „en á móti kom,“ sagði hún, „að á þessum árum var unnt að fá fasta heimilishjálp, svo mér var að því leyti ekki vorkunn og áhugann hafði ég.“ Menn væntu sér strax mikils af Auði Auðuns, segir á einum stað í endurliti til þess- ara tíma, og litu þá þegar ekki á hana eingöngu sem sérstakan fram- bjóðanda kvenþjóðarinnar, enda þótt sérstök prýði þætti að henni á framboðslistanum. Sjálfstæðishúsið við Austurvöll var nýendurgert á glæsilegan hátt. Þar var miðstöð kosningavinnunnar, almenn fundahöld, kappræður pólitískra andstæðinga, fundir flokksfélaga og starfshópa. Þar þreytti Auður Auðuns frumraun sína sem ræðumaður á kosningafundi. Hún þótti standa sig vel og vera pólitískt skelegg. Um þessa reynslu hefur Auður sjálf látið svo ummælt: „Það varð mér vissulega, og verður að ég held mörgum fleirum, yfir afar erfiðan þröskuld að stíga að fara út í ræðuhöld, lítt vanur, í harðri kosningabaráttu.“ En hún lét ekki deig- an síga, viðfangsefnið var áhugavert og ekki við hæfi að skorast undan því sem tilheyrði að takast á við „úr því maður var komin út í þetta gerði maður það sem maður gat til að láta það ganga,“ og Auður mætti á hverjum fundinum af öðrum, flutti ræður og svaraði skeytum sem að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.