Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 11

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 11
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 9 raunar er ekki heldur allt sem sýnist um þingræðið eins og það er stundað hér á landi. Þar sem meirihlutastjómir sitja eins og yfirleitt gerist hér er þingið í rauninni veikt en ríkisstjómin því sterkari. Þetta birtist skýrt í því hvert keppikefli það er þingmönnum að komast í ráðherrastól, engu líkara en þeir séu aðeins hálfir menn ef slíkt tekst ekki og meiriháttar áfall að missa sæti í rrkisstjóminni. Annars staðar eru þjóðþing sterkari en hér, til dæmis í Banda- ríkjunum þar sem þingið veitir framkvæmdavaldinu öflugt aðhald, og er þar þó ekki formlegt þingræði. Hér þykir henta að allt vald sé á fárra manna höndum og það hlýtur að geta ógnað lýðræðinu. Nýtt hefti af Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Islands (1:2004), flytur athyglisverðar greinar undir heildarheitinu „Lýðræði“. Viða- mestar em ritgerðir Kristínar Ástgeirsdóttur sagnfræðings, „Frá fulltrúa- lýðræði til þátttökulýðræðis“ og Jóns Orms Halldórssonar stjómmálafræð- ings, „Er fulltrúalýðræðið að veslast upp?“ Kristín rekur nýlegar rannsóknir á framkvæmd lýðræðis í grannlöndum okkar, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Margt er þar fróðlegt og kunnuglegt sem vænta má, en hér á landi skortir mjög rannsóknir sem gætu orðið undirstaða markverðrar umræðu. Jón Ormur skrifar um hnattvæðinguna og hinar nýju aðstæður sem hún hefur valdið í stjómmálum og efnahagsmálum þar sem borgaraleg einstaklingshyggja hefur þanist út og aldrei verið meiri. Er athyglisvert að skoða ýmislegt í grein hans: „Því meiri sem áherslan er á frelsi einstaklingsins, því færri svið koma til lýðræðislegra ákvarðana samfélagsins. Þróunin hefur víðast hvar í heim- inum verið sú að menn taka afstöðu til fleiri mála en áður sem neytendur og færri sem kjósendur.“ Og um hnattvæðinguna segir: „Atvinnulíf, menning og stjómmál hafa auðvitað lengi mótast af alþjóðlegum aðstæðum og áhrifum en með hnattvæðingunni gerist þetta með áður óþekktum hætti hvað varðar hraða, umfang, víðfeðmi og dýpt. Þetta hefur verið orðað svo að nú á dögum sé valdið hnattrænt og óstaðbundið en stjómmálin svæðis- og átthagabund- in.“ - Vald og stjómmál í hefðbundnum skilningi fara sem sé ekki saman. Valdið er annars staðar en þar sem fólkið býr, eða hvað? Ef fólkið fer ekki með valdið heima hjá sér, - hvað er þá orðið um lýðræðið? Hér er ekki rúm til að rekja efni lýðræðisheftis Ritsins frekar, aðeins skulu lesendur hvattir til að kynna sér það. Víða er vikið að atburðum sumarsins sem að framan var drepið á, en ritgerðimar í heftinu voru einmitt í smíðum þegar þeir voru að gerast. Jón Ormur ræðir margt um þingræðið, sögulegar rætur fulltrúalýðræðis og „goðsögn“ samtímans um lýðræði sem ekki stand- ist veruleikann, vegna gjörbreyttra aðstæðna í heiminum. Hann vísar í grein sinni mikið í erlenda fræðimenn, en þetta segir hann meðal annars um aðstæðumar hér heima: „Þrískipting valdsins er greinilega mjög veik á Islandi og í því ljósi má líklega skoða deilur í samtímanum um hlutverk forseta íslands. Það pólitíska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.