Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 11
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
9
raunar er ekki heldur allt sem sýnist um þingræðið eins og það er stundað hér
á landi. Þar sem meirihlutastjómir sitja eins og yfirleitt gerist hér er þingið í
rauninni veikt en ríkisstjómin því sterkari. Þetta birtist skýrt í því hvert
keppikefli það er þingmönnum að komast í ráðherrastól, engu líkara en þeir
séu aðeins hálfir menn ef slíkt tekst ekki og meiriháttar áfall að missa sæti í
rrkisstjóminni. Annars staðar eru þjóðþing sterkari en hér, til dæmis í Banda-
ríkjunum þar sem þingið veitir framkvæmdavaldinu öflugt aðhald, og er þar
þó ekki formlegt þingræði. Hér þykir henta að allt vald sé á fárra manna
höndum og það hlýtur að geta ógnað lýðræðinu.
Nýtt hefti af Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Islands
(1:2004), flytur athyglisverðar greinar undir heildarheitinu „Lýðræði“. Viða-
mestar em ritgerðir Kristínar Ástgeirsdóttur sagnfræðings, „Frá fulltrúa-
lýðræði til þátttökulýðræðis“ og Jóns Orms Halldórssonar stjómmálafræð-
ings, „Er fulltrúalýðræðið að veslast upp?“ Kristín rekur nýlegar rannsóknir
á framkvæmd lýðræðis í grannlöndum okkar, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Margt er þar fróðlegt og kunnuglegt sem vænta má, en hér á landi skortir
mjög rannsóknir sem gætu orðið undirstaða markverðrar umræðu. Jón Ormur
skrifar um hnattvæðinguna og hinar nýju aðstæður sem hún hefur valdið í
stjómmálum og efnahagsmálum þar sem borgaraleg einstaklingshyggja
hefur þanist út og aldrei verið meiri. Er athyglisvert að skoða ýmislegt í grein
hans: „Því meiri sem áherslan er á frelsi einstaklingsins, því færri svið koma
til lýðræðislegra ákvarðana samfélagsins. Þróunin hefur víðast hvar í heim-
inum verið sú að menn taka afstöðu til fleiri mála en áður sem neytendur og
færri sem kjósendur.“ Og um hnattvæðinguna segir: „Atvinnulíf, menning og
stjómmál hafa auðvitað lengi mótast af alþjóðlegum aðstæðum og áhrifum
en með hnattvæðingunni gerist þetta með áður óþekktum hætti hvað varðar
hraða, umfang, víðfeðmi og dýpt. Þetta hefur verið orðað svo að nú á dögum
sé valdið hnattrænt og óstaðbundið en stjómmálin svæðis- og átthagabund-
in.“ - Vald og stjómmál í hefðbundnum skilningi fara sem sé ekki saman.
Valdið er annars staðar en þar sem fólkið býr, eða hvað? Ef fólkið fer ekki
með valdið heima hjá sér, - hvað er þá orðið um lýðræðið?
Hér er ekki rúm til að rekja efni lýðræðisheftis Ritsins frekar, aðeins skulu
lesendur hvattir til að kynna sér það. Víða er vikið að atburðum sumarsins
sem að framan var drepið á, en ritgerðimar í heftinu voru einmitt í smíðum
þegar þeir voru að gerast. Jón Ormur ræðir margt um þingræðið, sögulegar
rætur fulltrúalýðræðis og „goðsögn“ samtímans um lýðræði sem ekki stand-
ist veruleikann, vegna gjörbreyttra aðstæðna í heiminum. Hann vísar í grein
sinni mikið í erlenda fræðimenn, en þetta segir hann meðal annars um
aðstæðumar hér heima:
„Þrískipting valdsins er greinilega mjög veik á Islandi og í því ljósi má
líklega skoða deilur í samtímanum um hlutverk forseta íslands. Það pólitíska