Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 151
ANDVARI
ÞEGAR FARFUGLAR FUÚGA AÐEINS Á VÆNGJUM ÚTÞRÁRINNAR
149
Þegar upplitið er bjart yfir landinu eins og Bergur Vigfússon sýnir fram á
með hjálp Jónasar þá hefur það einnig áhrif á ævintýrin sem gerast þar. í
þessu bjarta landi gerast þá fögur ævintýri sem eru ólík hinum sem tengjast
mótlætistímum þjóðarinnar og voru full af óvættum, ógnum og eyðileggingu.
Þess í stað sér Bergur nú ævintýri fyrir sér sem eru „sönn og hrífandi í
einfaldleik sínum“34. Hann vitnar aftur í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. í
þetta sinn er það níunda erindið úr kvæðinu „Ferðalok“. En hvort sem það
stafar af mistökum eða af ásetningi þá vantar tvær línur í erindið (hér á eftir
bætt við innan sviga):
Greiddi eg þér lokka
við Galtará,
(vel og vandlega;)
brosa blómvarir,
(blika sjónstjömur,)
roðnar heitur hlýr.35
Kvæðið „Ferðalok“ birtist fyrst árið 1845 í Fjölni og síðan hafa verið uppi
ýmsar kenningar um það hvenær og af hvaða tilefni það varð til og hvernig
megi túlka það.36 Þar sem Bergur hefur í grein sinni svipt erindið tveimur
línum hefur það breyst stórlega. Ekki einungis að það vanti inntak og mynd-
mál heldur er tvískipting þess í þátíð og nútíð einnig horfin. Ómögulegt er að
segja hvers konar túlkun Bergur lagði í kvæðið, hvort hann hafi skilið það t.d.
sem ástarljóð eða eitthvað annað. Ljóst er þó að hann fór mjög frjálslega með
það.
í stað ítarlegrar túlkunar á erindinu skrifar Bergur beint á eftir: „Svona
fögur æfintýr geyma hin stirðnuðu eldasund, blómgróin björgin, hinn frjálsi
fjallasalur, hið íslenzka óskaland, hinn íslenzki fjallafaðmur stendur opinn
hverjum þeim, er þorir að koma og reyna.“37 sem má skilja á þann hátt að
Bergur sjái í þessu kvæðabroti sínu „fögur æfintýr“ sem eru einmitt „sönn og
hrífandi í einfaldleik sínum“.3íi Slík ævintýri felast í landslaginu sem Bergur
lýsir í fyrsta hlutanum „hin stirðnuðu eldasund, blómgróin björgin, hinn
frjálsi fjallasalur“. En landslagið verður í framhaldi af þessu að samheiti fyrir
landið sjálft: „hið íslenzka óskaland, hinn íslenzki fjallafaðmur". Þar með eru
villt náttúran og ættjörðin orðin eitt og hið sama. En í upptalningunni leyn-
ast enn og aftur tilvitnanir. Til dæmis minnir „hinn frjálsi fjallasalur“ sterk-
lega á upphafslínuna í kvæðinu „Frjálst er í fjallasal“ eftir Steingrím Thor-
steinsson39 og í kvæðinu „Myndin“ eftir Þorstein Erlingsson segir: „þar
þyrsti breiddan faðminn í armlög úngra sveina,/og opinn stóð hann hverjum,
sem þorði að koma og reyna."40 Bergur Vigfússon lætur þjóðskáldin tala, þó
að hann geti þess ekki. Enn og aftur vitnar hann í Jónas Hallgrímsson, í
kvæðinu „Fjallið Skjaldbreiður“ segir í þriðja erindi: „Vel á götu ber mig