Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 156
154
MARION LERNER
ANDVARI
✓
Bandalag íslenskra farfugla (BIF)
Stofnþing Bandalags íslenskra farfu^la (BÍF) var haldið á þremur fundum,
25. og 26. febrúar og 2. mars 1939. Á þingið komu 70 fulltrúar frá félögun-
um í Reykjavík, Hafnarfirði og Haukadal.54 Á þinginu voru samþykkt lög
Bandalagsins og fram fóru kosningar í nefndir og í stjóm. Að loknum
umræðum leit stefnuskrá farfuglasambandsins svona út: „B.I.F. er óháð
samtök æskumanna, sem leggja vilja land undir fót eða ferðast á reiðhjólum,
og er með öllu hlutlaust um stjórnmál.“55 En markmið eru þessi: ,,a) að beit-
ast fyrir því, að æskulýður landsins taki upp ódýr og óbrotin ferðalög,
fótgangandi eða hjólandi, b) að efla kynning, félagsþroska, starfsþrótt og lífs-
gleði æskulýðsins með útivist og heilbrigðu samlífi við náttúru landsins, c)
að auka þekkingu æskunnar á landinu, opna augu hennar fyrir fegurð þess og
ótæmandi möguleikum.“56 Stefnuskrá og markmið bera glögg merki þess að
vera niðurstaða málamiðlana en orðalagið er stundum svolítið óljóst og leyf-
ir ýmsar túlkanir. Það er þó tekið mjög skýrt fram að Bandalagið á að vera
hlutlaust um stjómmál og að málið snýst um að ferðast fótgangandi eða
hjólandi. En markmiðin eru þríþætt: í fyrstu greininni er fjallað um ferðalög-
in sem farfuglar ætla að beita sér fyrir og um tilhögun þeirra. í annarri grein
er fjallað um það gagn sem ferðalögin og náttúran eiga að gera æskunni. En
í þriðju greininni er fjallað um samband æskunnar við landið.
Fyrsti forseti BIF var einróma kosinn Pálmi Hannesson. Varaforseti var
Þór Guðjónsson en í stjórn voru kosin Kristbjörg Olafsdóttir, Hilmar Krist-
jónsson, Gísli Gestsson, Páll Jónsson, Þórsteinn Bjamason og í vararstjóm
Teitur Þorleifsson, Þórir Hall og Jón Emils.57 Með því að kjósa Pálma forseta
var haldið áfram að fá áhrifamann í íslenska samfélaginu til liðs við
farfuglana. Allir hinir stjómendumir voru miklu yngri en hann. Pálmi reyndi
strax að móta vinnubrögð farfuglanna á mjög svipaðan hátt og tíðkaðist
innan Ferðafélags Islands. Þó þróuðust félögin hvort í sína átt og starfa enn í
dag óháð hvort öðru.
Niðurstöður
Þegar ég byrjaði að rannsaka sögu Bandalags íslenskra farfugla hafði ég ekki
getað ímyndað mér hversu mikil hræring átti sér stað við upphaf þess félags-
skapar. Þó að það væru bara nokkrir stúdentar sem ákváðu að stofna farfugla-
félag á Islandi varð úr því á mjög stuttum tíma mjög umfangsmikil hreyfing.
Ef 1.500 ungmenni skrá sig í félög á einungis tveimur vikum og stofna svo
bandalag þar að auki þá hlýtur að hafa „legið eitthvað í loftinu“. Slíkur árang-
ur verður annars ekki þó að vel sé að verki staðið.