Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 55

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 55
andvari AUÐUR AUÐUNS 53 Útivistarsvæði bæjarbúa í Heiðmörk var vígt snemma sumars 1950. Mörg félagasamtök í bænum fengu úthlutað skákum til að planta í trjám og hafði það þegar gefið góða raun. Áratug síðar er þessa fram- taks minnst með samkomu á staðnum og þar flytur meðal annarra Auður Auðuns ávarp og lét eftirfarandi orð falla: Sá nýgræðingur sem hér vex af rót mun færa niðjum okkar boð frá kynslóð landnemanna, sem í þessu verki miðaði ekki nema að takmörkuðu leyti starf sitt við það að njóta ávaxtanna sjálfir, heldur bjuggu í haginn fyrir þá, sem á eftir koma. Mætti það jákvæða og þjóðholla hugarfar, sem að baki býr slíku starfi, gjama ráða gerðum okkar á fleiri sviðum.... En von okkar er sú að Reyk- víkingar muni á ókomnum árum í sívaxandi mæli sækja unað og lífsþrótt í Heiðmörk. I samtali við Auði Auðuns síðar um starf hennar sem borgarstjóra kom fram að starfið væri meira en meðalstarf og tæplega unnt að sleppa því úr huganum þó venjulegum vinnutíma ætti að vera lokið. Og hún bætti við: „En því má ekki gleyma að við hlið borgarstjóra er hæft lið embættismanna sem er boðið og búið til samstarfs og ráðgjafar.“ I því sambandi var Auði minnisstæður Tómas Jónsson, fyrsti borgarritarinn, sem var reyndur maður og ráðhollur og eftirmaður hans Gunnlaugur Pétursson er einnig var mikilhæfur embættismaður og átti hún farsæla samvinnu við þessa menn; ennfremur Páll Líndal er um árabil var skrifstofustjóri borgarstjóra og hennar hægri hönd í borgarstjórastarf- mu og sem borgarráðsmaður átti hún gott samstarf við hann. Forystukona í félagasamtökum er eitt sinn átti samtal, vegna tíma- Hts, við Auði um störf hennar, sagði um þá reynslu sína: „Frú Auður Auðuns er ákaflega prúð og hlédræg kona, það má heita ógerningur að fá hana til að tala um sjálfa sig.“ En segja má að Auður hafi brugðið þeim vana þegar hún síðar á ævinni var spurð af kvenréttindasinna hvers vegna hún hefði ekki lagt kapp á að halda borgarstjórastarfinu Þegar segja mætti að það hefði getað legið á lausu. Því svaraði Auður svo: Ég sóttist ekki eftir því að verða borgarstjóri. í október 1959, skömmu áður en ég varð borgarstjóri, var ég kosin á þing fyrir Reykjavík. Þá var svo komið að auk þingmennsku gegndi ég borgarstjóra- og borgarráðsstarfi. Börn mín voru orðin fjögur og það yngsta ekki nema fimm ára gamalt og starfsálagið því æði mikið heima og heiman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.